GEN, Global Ecolabelling Network eru alþjóðleg samtök umhverfismerkinga. Umhverfismerki sem vottuð eru af þriðja aðila eru trygging neytenda fyrir áreiðanleika og faglegum vinnubrögðum, slík merki er aðilar að GEN. Á Norðurlöndunum og í Evrópu eru Svanurinn, Blómið og Blái engillinn dæmi um áreiðanlegar merkingar neytendum til handa. Sambærilega merkingar fyrirfinnast alls staðar í heiminum og gegna sama hlutverki; að vera óháð og örugg trygging neytenda fyrir umhverfisvænum vörum. Það getur virst erfitt að átta sig á öllum þessum merkjum og eflaust þykir einhverjum nóg að hafa eitt merki. En fleiri sambærileg merki leiða til gagnlegrar samkeppni.

Vefsíða: http://www.globalecolabelling.net/

Skilaboð: