Demeter
Vörur með Demetermerkinguna eru frá lífefldum (biodynamic) landbúnaði og byggja á hugmyndafræði Rudolfs Steiner. Í lífefldum landbúnaði er lögð er áhersla á heildrænar aðferðir og hringrás næringarefna í náttúrunni. Gerðar eru kröfur um að býli í lífefldum landbúnaði sé lífræn heild, það sem þarf til, þ.e.a.s. að áburður til ræktunar komi frá dýrum á sama bæ. Reglurnar ná yfir lífræna ræktun, dýrahald, kynbætur, dreifingu og sölu. Að baki Demeter merkisins standa óháð samtök, alþjóðlegu Demetersamtökin sem hafa höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi, og starfa í yfir 20 löndum. Vöruframboð nær þó yfir fleiri lönd. Demetersamtökin hafa sína eigin úttektaraðila sem eru óháðir framleiðendum og neytendum.
Vefsíða: http://www.demeter.net/