Umhverfisvernd að handan
Kanadabúar eru hvattir til að vera umhverfisvænir jafnvel eftir dauðann. Kanadískir aðgerðasinnar segja að „grænar“ jarðarfarir geti hjálpað þeim sem farnir eru yfir móðuna miklu að leggja sitt af mörkum að sjálfbæru umhverfi. Notast skal við lífbrjótanleg líkklæði og kistur og ekki er æskilegt að klæða gröfina að innan né setja legsteina hjá gröfinni.
Umhverfisverndunarsinnar geta bætt þessu á listann yfir hluti sem þeir vilja gera til að minnka neikvæð áhrif sem maðurinn hefur á umhverfið.
Lík eru oft smurð til að varðveita þau lengur en jarðarfarir þar sem kistan er opin og líkið til sýnis eru algengar í Norður Ameríku. Smurningin getur verið skaðleg, en hún inniheldur formaldehýð og glútaraldehýð en efninn eru baneitruð. Áætlað er að um 4 milljónir lítra af smurningsefni fari út í jarðveginn í Norður Ameríku á ári hverju.
Við líkbrennslu fer einnig mikið kvikasilfur þá aðallega úr tannfyllingum út í loftið og út í ár.
Eins og er eru engin „grænir“ kirkjugarðar í Kanada en í Bretlandi eru þeir nú um 200 talsins.
„Fólki líkar hugmyndin að eftir dauðann verði það að fallegu tré frekar en að þéttskipuðum kirkjugarði.“ sagði Penny Lally frá skóglendis kirkjugarðinum í Cornwall, Englandi.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Umhverfisvernd að handan“, Náttúran.is: 18. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/18/umhverfisvernd-handann/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007