Við ferðumst aftur í tímann og erum komin til ársins 1956. Þetta er árið sem Elvis Presley færir okkur lagið Hound dog, Johnny Cash gefur út Walk the line og slagarinn Blue Suede Shoes eftir Carl Perkins heyrist oft og títt í útvarpinu. En hvern hafði grunað að sama ár yrði fundið upp útvarp sem gengur fyrir sólarorku? Útvarpið sem um ræðir er 40 AM tíðni útvarp þar sem ekki þurfti að skipta um batterí.

Útvarpið var sagt virka lengur en 8 mánuði í algjöru myrkri án þess að það þyrfti að hlaða það. Á daginn féll orka sólarinnar á útvarpið sem breyttist í rafmagn. Ljósaperur, eins og t.d. 100 W perur gátu komið í stað sólarljóss.

Frétt og mynd af Treehugger
Birt:
22. nóvember 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Aftur í tímann: 1956“, Náttúran.is: 22. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/22/aftur-i-timann-1956/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: