GEEA stendur fyrir Group of Energy Efficient Applicances (hópur um orkusparneytin tæki) og er samstarf 8 evrópuríkja með það að markmiði að minnka orkunotkun í Evrópu. Þetta er ekki raunverulegt merki heldur eru settir fram ákveðnar kröfur um orkunotkun og síðan geta framleiðendur skráð sínar vörur á heimasíðu GEEA ef þeir uppfylla kröfurnar á bak við GEEA. Framleiðendur geta síðan sent upplýsingar um orkunotkun og að vörur þeirra uppfylli kröfur GEEA þegar vörur eru auglýstar eða afhentar.
GEEA hefur sem markmið að vera fremst í þróuninni og að um 30% af markaðnum fyrir hverja vöru eigi að uppfylla kröfurnar á bak við GEEA. Þetta merki er nokkuð metnaðarfyllra en Energy star.
www.gealabel.org

Birt:
26. apríl 2010
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „GEEA - merki um orkusparneytin tæki“, Náttúran.is: 26. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/24/gefa-merki-um-orkusparneytin-tki/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 24. maí 2007
breytt: 26. apríl 2010

Skilaboð: