Sjálfbærni í norrænni hönnun
Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017
Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk. Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá Museum of Modern Art í New York (MoMA) verður frummælandi á ráðstefnunni.
Dagskráin fer fram á ensku.
Dagskrá:
8:00-8:30 húsið opnar, kaffi í anddyri
8:30-13:15 málþing: Sjálfbærni í norrænni hönnun
13:15-14:00 hlé
14:00-16:00 vinnustofa: Teaching sustainability - educating the next generation of change makers
14:00-16:00 sýningarstjóraspjall: Exhibiting design - new agendas and new media
16:00-17:00 leiðsögn um sýninguna Öld barnsins og léttar veitingar
Nánari dagskrá fyrir málþingið (8:30-13:15):
8:30-10:40 Fyrri hluti: hnattræna sjónarhornið
- Frummælandi: Juliet Kinchin (Bretland/Bandaríkin), sýningarstjóri við MoMA í New York.
- Growing by Design: an international perspective
- Garðar Eyjólfsson (IS), dósent og fagstjóri BA í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands
- From linear to circular thinking / From material to artificial worlds
- Guðni Elísson (IS), prófessor við Háskóla Íslands og stofnandi www.earth101.is
- Do we just need better designs? The question of climate change and sustainability
- Mette Sindet Hansen (Danmörk), stjórnandi stefnumótunar og samstarfs hjá hjá INDEX: Award
- Design to Improve Life – How design and innovation can help solve global challenges
Pallborðsumræður
Umræðum stjórnar Tinna Gunnarsdóttir, hönnuður og prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands
10:40-11:00 kaffihlé
11:00-13:15 Seinni hluti: Sjálfbærni í norrænni hönnun - dæmi frá Norðurlöndum
- Aidan O’Connor (Bandaríkin), sýningarstjóri og fyrrverandi stjórnandi stefnumótunar hjá AIGA, hönnunarsamtökum Bandaríkjanna
- Century of the Child: Nordic Design for Children 1900 to Today
- Elisabet V. Ingvarsdottir (IS), Hönnuður og hönnunarsagnfræðingur
- Referring to the past for a sustainable future: glimpses of Icelandic design for children
- Gréta Hlöðversdóttir (IS), framkvæmdastjóri As We Grow (Hönnunarverðlaun Íslands 2016)
- As We Grow – the story of a garment
- Birgitta Steingrímsdóttir og Heiðdís Inga Hilmarsdóttir (IS), (Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2016)
- An eagle or a seagull? The importance of sparking children's interest in birds
- Anne-Louise Sommer (Danmörk), framkvæmdastjóri Hönnunarsafns Danmerkur
- How can a Danish design museum and a Danish design school contribute to the sustainability agenda?
Pallborðsumræður
Umræðum stjórnar Sigrun Alba Sigurdardottir, lektor og fagstjóri fræða við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
14:00-16:00, vinnustofa
Teaching sustainability - educating the next generation of change makers
Undir handleiðslu Mette Sindet Hansen frá INDEX: Award. Sjá nánar hér.
14:00-16:00, sýningarstjóraspjall
Exhibiting design - new agendas and new media
Thomas Pausz, hönnuður og aðjúnkt í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands ræðir við Aidan O´Connor (sýningarstjóra fyrir hönnun), Anne-Louise Sommer (framkvæmdastjóra Designmuseum Danmark), Guju Dögg Hauksdóttur (arkitekt og sýningarstjóra) og Juliet Kinchin (sýningastjóra við MoMA). Rætt verður um stöðu hönnunar sem og nýjar áherslur, áskoranir og tilraunir á söfnum og sýningarstöðum í dag.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Skráning fer fram á https://tix.is/is/nordichouse.
Staðfestingargjald á málþingið er 2,500 kr (1,000 kr fyrir námsmenn gegn framvísun skólaskýrteinis). Þeir sem staðfest hafa þátttöku geta skráð sig í vinnustofur meðan pláss leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Nánari upplýsingar: kristini@nordichouse.is
S: 551-7032 / Farsími: 894-0626
-
Sjálfbærni í norrænni hönnun
- Staðsetning
- Norræna húsið
- Hefst
- Fimmtudagur 02. febrúar 2017 08:30
- Lýkur
- Fimmtudagur 02. febrúar 2017 16:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Sjálfbærni í norrænni hönnun“, Náttúran.is: 1. febrúar 2017 URL: http://nature.is/d/2017/02/01/sjalfbaerni-i-norraenni-honnun/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.