Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.
Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.
„Með þema ársins viljum við vekja athygli á verkefnum sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi og styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030,“ segir í tilkynningu norrænu dómnefndarinnar.
Þekkir þú norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem leggur sitt af mörkum til að vekja athygli á, þróa eða nota úrgangslausar lausnir? Þá geturðu sent inn tilnefningu hér og rökstutt hana á í mesta lagi einni A4-blaðsíðu.
Eyðublað fyrir tilnefningar
Tilnefningar til verðlaunanna skulu berast eigi síðar en 19. apríl 2017.
Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verða birtar í júní en verðlaunin verða afhent í ...