Hvítkál, hafsalt, einiber, kúmen og epli.Uppskriftin er sænsk en súrkál er þó oftar kennt við Þjóðverja. Best er að hafa sérstaka krukku með loftrauf svo engin mygla myndist og gildir þar sama lögmál og með vín. Svona krukkur eru vandfundnar, og hér er notuð glerkrukka með smelluloki og gúmmíhring.

Í hvert kg af súrkáli fer:

1 kg hvítkál
2–3 tsk hafsalt
1 stór tsk ...

09. október 2015

Uppskrift af mjaðurtar-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 blómkólfa af mjaðurt í fullum blóma*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af henni.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
  • 3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum.
  • Leggið ...

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný ...

Kúrbíturinn þ. 30. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Sami kúrbítur 20 dögum seinna, þ. 20. júlí. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbíturinn vegur 1,62 kg. uppskorinn þ. 20. júlí 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Kúrbítum eða Succini [Cucurbita pepo pepo] sáði ég til þann 19. apríl 2015. Ég gróðursetti tvær kúrbítsjurtir í óupphituðu plastgróðurhúsi af einföldustu gerði þ. 8. júní.

Þann 30. júní er jurtin orðin stór og myndarleg og einn fallegur kúrbítur kemst á legg en fjöldi blóma blómstraði þó.

Kannski hefði ég átt að pota í blómin og frjóðva þau en það ...

Uppskrift af kerfils-svaladrykk frá Önnu Karlsdóttur:

Tínið minnst 40-50 lauf af kerfli*, á stað fjarri byggð og þar sem gnægt er af honum. Ekki skaðar að taka hann þar sem hann er óvelkominn en kerfill er mjög ágeng jurt og þolir vel góða grisjun, jafnvel þar sem hann er velkominn.

  • Sjóðið 2 lítra af vatni með 1 kílói af sykri ...

Rauðrófur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni ...

30. júní 2015

Eplin komin í krukkurnar og klútur yfir.Að gera sitt eigið eplaedik er bæði auðvelt og skemmtilegt, fyrir utan hvað það hlítur að vera hollara en allt annað. Eplaedik hreinsar líkamann, hjálpar honum að taka upp kalk og er fullt af vítamínum.

Innihald:

1 - 1 ½ kg af súrum eplum (helst lífrænum)

1 - 1 ¼ líter af vatni

4 - 5 teskeiðar af góðu hunangi teaspoons of natural ...

Blómgað kartöflugrasAð útvega nægilega kalda geymslu getur verið vandamál. En kartöflur mega ekki frjósa. Erlendis, þar sem frost er minna, dugar að koma þeim fyrir í gryfjum yfir veturinn. Á Íslandi þekktist það áður fyrr að grafa jarðarávexti niður í baðstofugólf eða í útihúsi og vörðu þær sig ef vatn komst ekki að þeim. Íslenskar kartöflur hafa yfirleitt ekki haft langan ...

19. apríl 2015

Nýuppteknar kartöflur.Rósmarín er besta krydd í heimi með kartöflum. Góður kokkur og frábær ræktunarmanneskja, sem var í fjölskyldunni um tíma og kom þá með í útilegu, sat lengi á hækjum sér yfir pönnu eitt þungbúið síðdegi og var að sýsla með kartöflur úti fyrir tjaldinu og ég var að velta fyrir mér hvernig hún nennti þessu. Eftir að hafa fengið að ...

Í bókum stendur gjarnan að Thomas Jefferson, forseti Bandaríkjanna, hafi uppgötvað frönsku kartöfluna. Réttara er að hann hafði mikinn áhuga á eldamennsku og mun hafa kynnst djúpsteikingu á kartöflum meðan hann dvaldi sem diplómat í París á stjórnarárum Lúðvíks XVI.

Uppruni steiktu strimlanna er ekki á hreinu en Belgía eða svæðið við belgísku landamærin kemur sterklega til greina. Það er ...

17. janúar 2015

Ofnbakaðar kartöflur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sama hátt og soðnar kartöflur eru undirstaða allrar kartöflueldamennsku má líta á bökuðu kartöfluna sem hulstur af skinni sem heldur utan um innvols sem má blanda með salti og kryddi, smjöri, eggjum, kavíar eða osti og breyta þannig að vild. Stundum er kartaflan bökuð aftur eftir að innihaldinu hefur verið skóflað út og því umbreytt.

Bökunarkartöflur ættu að vera ...

24. október 2014
  • Fjallagrasate að malla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.50 g. fjallagrös
  • 1 l. vatn

Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 l. af vatni við mjög hægan eld í 1-2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukkinn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig ...

19. október 2014

Nýuppteknar rófur.Það er eðlilegt að breyta um mataræði eftir árstíðum. Á vorin og yfir sumartímann borðum við gjarnan græn blöð. Á haustin og veturna vill líkaminn frekar rótarávexti og hvíla sig frá blaðsalati yfir dimmasta skammdegið. Nú er gott að hafa saman kartöflu- og rófustöppu. Í það eru mjölmeiri og eldri kartöflur betri. Sjóðið saman kartöflu- og rófubita í svolitlu vatni ...

03. október 2014

Núuppteknar gulrætur.Hrá gulrótarfreisting
Ég set alltaf fram nýjar, hráar gulrætur og/eða rófur fyrir barnabörnin á undan matnum, meðan þau eru að horfa á sjónvarpið eða gera eitthvað annað. Þá hverfur hrátt grænmetið ofan í þau án þess þau taki eftir því, en þau myndu ekki endilega borða sama hrámeti, ef það væri sett á borðið með öðru. Eins nota ég ...

03. október 2014

Að gera grænmetissoð fyrir veturinn

Þegar mikið er um grænmeti og verið að taka upp úr görðunum er ekki úr vegi að útbúa gott grænmetissoð. Í soðið má nota stilka og ytri blöð af hvítkáli, blómkáli eða blöðin af spergilkáli og margt fleira, svo sem gulrótarblöð, rætur og villijurtir, bara það sé óskemmt og blöðin falleg. Gulrótaruppskera.Þau gagnast í soð ...

28. september 2014

Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur lagðar til þurrkunar.

Faðir minn kenndi mér að skurna kartöflur. Þá geymast kartöflurnar eins og þær væru nýjar fram á vor. Ekki veit ég hvar hann lærði þetta, og við gerðum það ekki fyrr en nokkru eftir stríð. Strax og kartöflurnar eru teknar úr moldinni eru þær þvegnar, þurrkaðar og látnar standa í dimmu og sæmilega upphituðu rými í 10–12 daga.

Svo ...

12. september 2014

Hvítkálshöfuð.Kjötfars og hvítkál
Þegar hvítkál fer að spretta er eins með það og gulræturnar, það þarf að gá hvort skynsamlegt sé að grisja og þá má gufusjóða það eða hafa hrátt í salat. Þegar hvítkálið er fullsprottið kallar það alltaf á löngun hjá mér í svolítið kjöt. Setjið 3 msk olíu í pott og 2–3 skorin hvítlauksrif, 1 lauk ...

10. september 2014

Hvítkálshöfuð, á vaxtarskeyði, ekki alveg mótað.Hvítkál er ekki hægt að frysta svo vel fari. Það er hægt að geyma ferskt hvítkál í þó nokkurn tíma eftir að búið er að taka það upp. Stundum tekst að taka hausana varlega upp með rót og mold og setja í bala, kassa eða hjólbörur, vökva svolítið og geyma þannig á svölum stað, jafnvel fram undir jól. Aðrir vilja ...

09. september 2014

Vínberjarækt í BirkihlíðVínber þroskast ekki úti hér á landi. Þegar sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir sá vínberin í gróðurhúsinu mínu minntist hún annarrar heimsóknar, til Telmu Ingvarsdóttur í Austurríki. Þar sem þær sátu og spjölluðu hafði Telma fært henni ferskan, heimapressaðan vínberjasafa. Þegar svo leið á daginn og viðtalið var vel á veg komið opnaði Telma kampavínsflösku og bætti út í safann þeim til ...

07. september 2014

Blómkál.Blómkál er hægt að setja í súr með öðru grænmeti og fer vel. Ef mikið berst að í einu, og þarf að frysta, er það snöggsoðið áður. Það heldur nokkuð bragði en ekki eins vel og spergilkál, enda þolir spergilkálið nokkuð vel frost, líka úti í garði.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur.

Ljósmynd: Blómkáli í garði Hildar Hákonardóttur ...

05. september 2014

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Í pottinum

Skilaboð: