Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska ...

Gæludýr eru mikilvægir fjölskyldumeðlimir í flestum fjölskyldum. Þau veita félagskap og huggun og öll börn hafa gott af að sjá um dýr. Ofnæmi fyrir ákveðnum dýrum er þó ekki óalgengt enda hefur ofnæmi fyrir ýmsum náttúrlulegum hlutum aukist til muna síðustu ár. Hugsanlega vegna þess hve við komumst í snertingu við mörg aukaefni og áreitið á ofnæmiskerfið er svo mikið ...

Þau dýr sem algengust eru á bæjum og býlum kallast húsdýr. Það eru kýr, hestar, kindur, geitur, svín, hænur og fleiri tegundir dýra svo sem eins og gæsir og kanínur. Öll þessi dýr eiga það sameiginlegt að þau eru á býlinu af ákveðinni ástæðu. Hún er sú að maðurinn getur nýtt sér dýrin á einhvern hátt s.s. til átu ...

Hér á Náttúrumarkaði, vefverslun Náttúran.is, er úrval af lífrænum, náttúrulegum og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Til þess að geta veitt neytendum upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur tengist hver vara ítarlegum upplýsingum um innihald, vottanir og endurvinnslumöguleika. Hugmyndin er að þegar að vafrað er um verslunina læri maður hvað merkin þýða með því að renna yfir þau. Þetta á ...

Áður en farið er út í það að fá sér gæludýr þarf að velta fyrir sér nokkrum hlutum: Hefur þú tíma fyrir gæludýrið? Mjög vel þarf að sjá um öll dýr, fugla og fiska sem ketti og hunda. Mikilvægt er að þau séu á góðu og fjölbreyttu fæði. Þau þurfa einnig mikla hreyfingu og félagskap. Útivera er mikilvæg fyrir öll ...

Gæludýr þurfa fjölbreytt og næringarríkt fóður. Tilbúið gæludýrafóður er ekki endilega nóg. Lestu þig til um hvað þú mátt gefa gæludýrinu þínu annað. Fóðrið sem selt er hér á landi er laust við öll eiturefni, þó er alltaf ráðlagt að lesa innihaldslýsingu. Matvælastofnun hefur eftirlit með innfluttu og innlendu gæludýrafóðri. Gættu þess að gæludýrið þitt fái nóg af vítamínum. Hægt ...

Fimmtudaginn 22. maí klukkan 20:00 stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir Fuglagöngu við Elliðavatn. Það er Einar Ó. Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands sem fræðir fólk um farfugla og staðfugla við Elliðavatn og í Heiðmörk. Mæting við Gamla salinn á Elliðavatnsbæ.

Leiðarlýsing að Elliðavatni:
Akið Suðurlandsveg, framhjá Norðlingaholti og farið inn í Heiðmörk gegnum Rauðhólana (gult vegaskilti: 408 Heiðmörk).
Farið eftir malarvegi ...

Grænar síður aðilar

Gæludýravörur

Matvælastofnun - MAST

Skilaboð: