Uppskriftakeppni Viðeyjar er nú haldin í annað sinn og  ættu allir sem eru  áhugasamir um nýtingu landsins gæða og finnst gaman að búa til góðgæti úr íslenskri flóru að taka þátt.

Keppnin er einföld og allir geta tekið þátt. Eina skilyrði til þátttöku er að í uppskriftinni sé að minnsta kosti eitthvað eitt sem vex í Viðey, - rabbarbari, kúmen, hvönn, netla, blóðberg, maríustakkur eða hvaðeina annað sem vex í eynni.
Skráning í keppnina hófst sunnudaginn 20. júní og stendur hún enn yfir. Hægt er að skrá sig með því að senda nafn sitt á: videy@reykjavik.is.  

Þátttakendur mæta svo með sitt framlag til keppninnar ásamt uppskriftinni á Töðugjöld í Viðey fyrir kl. 13:30 þann 29.ágúst. Þar mun dómnefnd skera úr um hvert þykir vera besta Viðeyjarhnossgætið. Glæsileg verðlaun ery í boði.
Dómnefndina skipa þau Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumaður á Gallery Holt, Sólveig Baldursdóttir ritstjóri Gestgjafans og Nanna Rögnvaldsdóttir ritstjóri og matreiðslubókahöfundur.

Myndin er af hinum þremur úrslitaréttum í uppskriftakeppninni i fyrra. Kúmenpönnukökurnar urðu hlutskarpastar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
13. ágúst 2010
Uppruni:
Viðeyjarsafn
Tilvitnun:
Berglind Ólafsdóttir „Uppskriftakeppni Viðeyjar “, Náttúran.is: 13. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/13/uppskriftakeppni-videyjar/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: