ViðeyjarstofaSumaráætlun til Viðeyjar, með daglegum siglingum, lýkur í ágúst en frá og með 1.september er áætlun einungis um helgar. Í Viðey er haustinu tekið opnum örmum með viðeigandi hátíðahöldum og uppskerufagnaði. Töðugjöld í Viðey eru að þessu sinni haldin sunnudaginn 29.ágúst. Í Viðeyjarstofu verður boðinn vandaður kostur í anda haustsins og uppskera sumarsins verður aðgengileg öllum áhugasömum á grænmetismarkaði. Uppskriftasamkeppni Viðeyjar sem haldin var í fyrsta sinn í fyrra er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður og úrslit ráðast á Töðugjöldum. Enn er hægt að skrá sig til keppninnar á netfanginu: videy@reykjavik.is

Keppnin er afar einföld. Allir geta tekið þátt og eina skilyrðið til þátttöku er að uppskriftin innihaldi að minnsta kosti eitthvað eitt sem vex í Viðey. Það má vera kartafla, kúmen, hvönn, njóli, blóðberg, súra eða hvaðeina annað sem er að finna í Viðey. Keppendur eiga að skila inn bæði uppskrift og framlagi í Viðeyjarstofu fyrir kl.13:30 á sunnudaginn. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin, en dómnefnd er skipuð þeim Nönnu Rögnvaldsdóttur, Sólveigu Baldursdóttur og Friðgeiri Inga Eiríkssyni.
Viðeyingafélagið opnar félagsheimili sitt almenningi svo gestum býðst að sjá þá merku gripi sem félagið á og kaupa kaffihressingu.
Þórir Stephensen leiðir staðarskoðun í nágrenni Viðeyjarstofu og Örlygur Hálfdanarson leiðir göngu um austurhluta eyjarinnar. Þetta er frábært tækifæri fyrir fróðleiksþyrsta að heyra sögu Viðeyjar sagða af þeim er gerst þekkja til. 

Dagskrá á Töðugjöldum:

11:15   Áætlun hefst til Viðeyjar
11:30 - 17:00  Viðeyjarstofa opin
11:30   Grænmetismarkaðurinn opnar. Á boðstólum nýuppteknar rófur, kartöflur, kál og alls kyns góðgæti. Fyrstu kemur, fyrstur fær.
13:15   Þórir Stephensen leiðir staðarskoðun í nágrenni Viðeyjarstofu. Gangan hefst á bryggjunni í Viðey.
13:30   Dómnefnd hefur störf og metur þær veigar sem taka þátt í keppninni
14:00   Aðalfundur Viðeyingafélagsins í Tankinum. Eftir aðalfundinn mun félagið standa fyrir kaffisölu. Samlokur, vöfflur og kaffi/gos verða seldar á kr. 1.000 fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn að 7 ára aldri en kr. 500 frá 7 til 12 ára.. Vinsamlega athugið að taka með ykkur reiðufé þar sem ekki er tekið á móti greiðslukortum í Vatnstankinum.
14:00   Bænastund í Viðeyjarkirkju.
15:00   Dómnefnd kynnir úrslit og verðlaunar sigurvegarann.
15:30   Örlygur Hálfdanarson leiðir göngu um Stöðina, þorpið í vesturhluta Viðeyjar. Gangan hefst við skólann í þorpinu.

Ljósmynd: Viðeyjarstofa. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. ágúst 2010
Tilvitnun:
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir „Töðugjöld í Viðey“, Náttúran.is: 28. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/28/todugjold-i-videy/ [Skoðað:17. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: