Þóra Hinriksdóttir gróðursetur í skjólbelti.Nú stendur yfir söfnunarátak Þóru Hinriksdóttur á Karolinafund.com en þar er hún að safna fyrir útgáfu rits um vistvæn skjólbelti og lífræna ræktun.

Þóra Hinriksdóttir um verkefnið:

Frá því ég man eftir mér hefur mig dreymt um að vinna með náttúruna. Ég lét loks verða verða af því og brautskráðist sem garðyrkjufræðingur af skógræktarbraut frá Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum árið 2012 og er nú í verknámi.

Tilgangur þessa verkefnis er tvíþættur, annars vegar gengur það út á að fara niður í grasrótina og rækta upp skjólbelti á lífrænan hátt og hins vegar, þar sem ég er einlægur náttúru unnandi, vil ég með þessari vinnu vekja fólk til umhugsunar á umhverfismálum og lífrænni ræktun. Hvernig við getum haft áhrif, og höfum raunverulega áhrif á náttúruna og allt umhverfi okkar með gerðum okkar eða aðgerðarleysi.
Samkvæmt Global Footprint Network (GFN), sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að vitundarvakningu varðandi náttúruna og því að koma á sjálfbærni í vistkerfum heims, höfum við fullnýtt náttúruauðlindir jarðar sem hún getur sjálf endurnýjað fyrir þetta ár. Það átti sér stað 19. ágúst. Afleiðingar af því eru margvíslegar, loftslagvandamál, vistkerfi og fæðukeðjur geta orðið fyrir óafturkræfri eyðileggingu og dýr og plöntur eru í útrýmingarhættu.
Kaflaheiti heimildarrits:

Kaflar heimildarrits um lífræna ræktun:

  • Saga og samskipti manns og jarðar,(stutt ágrip)
  • Áhrif grænna svæða á heilsufar.
  • Frumkvöðlar lífrænnar ræktunar, (og áherslur þeirra)
  • Jarðvegurinn.
  • Lífræn ræktun.
  • Af hverju ekki varnar og eiturefni.
  • Afhverju ekki erfðarbreytt.
  • Lífrænar varnir og samræktun plantna.
  • Skjólbelti.
  • Undirbúningur.
  • Gróðursetning.
  • Viðhald.
  • Frekara lesefni.

Kafli úr heimild um verkefnið og feril þess:
Um er aðræða fjögur skjólbelti alls, mismunsndi löng en með þrem til fjórum röðum skjólplantna, mismunandi tegundir eftir jarðvegi og aðstæðum hvers svæðis. 400 metrar alls sé miðað við einfalda röð.
Hér verður leitast við að setja nytjaplöntur með í skjólbeltin svo sem berjarunna og mismunandi rósarunna, en bæði er hægt að nýta rósablöð og rósanýpur td. í sultur, hlaup og svokallaðar nýpusúpur, nýtinguberja þekkja svo allir. Einnig verða notaðar inná milli plöntur sem laða að sér býflugur og fugla sem sækja bæði í blómstur og ber. Fjölbreytni í plöntuvali er meðvitað notað til að minnka hættu á áföllum aðvöldum skordýra og veðurs.

Þetta verkefni hefur sérstöðu á þann hátt að hér verða eingöngu notaðar náttúrulegar aðferðir og varnir, td. í stað plastlagningar beða til varnar illgresi og eða illgresiseyða, verður eingöngu notast við náttúruleg niðurbrjótanleg efni til þess að þekja beðin, eins og nýslegið gras og léttútvatnað þang. Þessi aðferð hefur þann kost að þekja moldina vel og hamla þannig að illgresi nái sér á strik auk þess að halda jarðveginum hæfilega rökum og hlýjum, bætir einnig skilyrði fyrir jarðvegslífverur sem nauðsynlegar eru heilbrigðum jarðvegi og plöntum. Lífræna jarðvegsþekjan verður síðar að næringarefnum er nýtast skjólbeltaplöntunum í framtíðinni.

Verkefnin sem verið er að fjármagna er í fyrsta lagi að koma niður 300 birkiplöntum í oktober 2014. Og geta varið  þær fyrir ágangi búfjár.
Prófarkalestur og prentun heimildarrits um lífræna ræktun. Íslensk útgáfa.
Prófarkalestur og prentun heimildarrits um lífræna ræktun. Ensk útgáfa, ef eftirspurn.

Birt:
9. september 2014
Tilvitnun:
Þóra Hinriksdóttir „Söfnunarátak fyrir útgáfu fræðsluefnis um vistvæna skjólgarða og lífræna ræktun“, Náttúran.is: 9. september 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/09/sofnunaratak-fyrir-fraedsluefni-um-vistvaena-skjol/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. október 2015

Skilaboð: