Ýsa með hundasúrum 4.8.2014

800 gr ýsa roð- og beinlaus
100 gr smjör
2 laukar
5 dl hundasúrur, þvegnar og saxaðar
salt og pipar

Saxið lauk og steikið í smjörinu þar til að hann verður glær, blandið hundasúrunum saman við laukinn, saltið og piprið og látið malla í u.þ.b. 5 mín.

Smyrjið pönnuna og raðið fiskibitum á hana, hellið að lokum lauknum og hundasúrunum yfir fiskinn, lokið pönnunni og sjóðið í 5-10 mín.

Úr bókinni Með veislu í farangrinum.

Ljósmynd: Hundasúra, ljósm ...

Nú er um að gera að skella sér í veiðiferð og ná sér í vænan silung.

Hér á eftir er uppskrift af ljúffengum silungi með blóðbergi en blóðberg er gott að blanda saman við birkilauf og gullmöðru, vallhumall og ljónslappa, bláberjalyng og klóelftingu.

880 g af ný flökuðum silungi
Sítrónupipar
slatti af blóðbergi [Thymus praecox]
1 msk. af olíu
1 ...

Nýtt efni:

Skilaboð: