Þúfusteinsbrjótur. Ljósm. Einar Bergmundur.Á degi hinna villtu blóma í Alviðru 2015Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Í huga garðyrkjumannsins og safnarans spannar vorið tímabilið frá jafndægrum til 17. júní. Þó verður það aldrei neglt niður eftir almanaki. Veðráttan segir mest til um hvort vorar seint eða snemma og vorið er því ástand ekki síður en ákveðið tímabil. Til að hafa reglu á lífi sínu, og geta svarað vinum og fjölskyldu varðandi ferðalög og aðrar áætlanir, er ...

08. apríl 2016

Spírur. Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.Með hækkandi sól er gaman að taka fram spírubakkann og þetta er fljótlegasta ræktun sem hægt er að hugsa sér. Það er sérviska mín að finnast fræið eigi að fá að sofa í friði framan af vetri, og ég fer því ekki að láta spíra fyrr en eftir nýár. Alfa-alfa fræið, eða refasmári, og mungbaunir eru auðveldust viðfangs. Refasmárafræin eru ...

24. janúar 2016

Rifsberjarunni (Ribes rubrum)Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt ...

03. september 2015

Ljósm. Haustuppskera, Guðrún Tryggvadóttir.Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ...

13. ágúst 2015

Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin ...

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt ...

27. júlí 2015

Mjaðurt haldið á lofti. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Mjaðurt [Filipendula ulmaria]

Lýsing: Uppréttur stöngull, blöðin stór, samsett, dökkgræn á efra borði en grálóhærð að neðan. Blómin smá, mörg saman í stórum skúfum. Rósaætt. Algeng í rökum jarðvegi einkum á Suður- og Vesturlandi.

Árstími: Júlí

Tínsla: Takist fullsprottin og nýblómguð, áður en stöngull verður verulega trénaður. Notið sigð eða ljá og skerið stöngulinn 15-20 sm ofan við rót.

Meðferð ...

Blaðbeðja. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eggert Ólafsson, mágur Björns1, skrifaði niður hjá sér og þess vegna vitum við hvað var ræktað í Sauðlauksdal árið 1767, þegar Björn var að kljást við vinnufólkið og reyna að fá það til að borða grænmetið.

7. september - Matjurtir yfirfljótanlegar

  • Grænt, hvítt, rautt, snið savoy-kál kaal-raven yfir og undir jörðu
  • sinep
  • spinat
  • laukar
  • peturselja etc.
  • hvítar rófur
  • næpur
  • rediker

Hér ...

19. júlí 2015

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]

Lýsing: Afar fíngerður jarðlægur smárunni sem blómstrar mikið, rauðbleikum eða blárauðum blómum, í júní. Algengt í mólendi, melum og sendnum jarðvegi um allt land.

Árstími: Blóðberg þarf að tína í júní, um það leyti sem blómgun er að hefjast. Blómgunin er fyrst á láglendi en síðar eftir því sem það vex hærra. Því má lengja ...

Ljósmynd: Morgunfrú að springa út. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einstakar jurtaolíur heitar og kaldar eru ýmist gerðar úr blómum eða blöðum líkt og te. Sé annað ekki tekið fram gildir sú regla að mestur kraftur sé í blöðum plöntunnar rétt fyrir blómgun en það sakar ekki að taka blómin með. Gullgerðarlistin kenndi að í eimaðri olíu blómanna birtist sál þeirra. Þó hér sé olían ekki eimuð úr blómunum sjálfum ...

12. júlí 2015

Rauðrófur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni ...

30. júní 2015

Kúmen má nýta með því að særa fyrstu og efstu laufin af plöntunum í salat, en það er þó síst þess sem hér er talið hvað bragð snertir. Nýju blöðin má hafa í súpu með brenninetlu og ræturnar má grafa upp og hafa í brauð og súpur. Kúmen er ekki fjölær jurt en sáir sér auðveldlega. Því kann að vera ...

24. júní 2015

Hóffífill [Tussilago farfara] er nú að komast í blóma en á vefnum liberherbarum.com er heilmikið efni að finna um jurtina og hvar frekari fróðleik er að finna.

Á floraislands.is segir Hörður Kristinsson svo um jurtina:

Hóffífill [Tussilago farfara] er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi. Hann mun einnig vera kominn til nokkurra annarra bæja ...

Sú tilgáta hefur verið sett fram, að njólinn hafi verið fluttur inn sem matjurt frá Noregi snemma á öldum, en þó kann hann að hafa fundið sér leið hingað sjálfur. Hann heldur sig þó helst kringum mannabústaði og síður á víðavangi og vildu víst ýmsir sem berjast við hann, að hann hefði aldrei komið.

Mörgum brá í brún þegar Ingólfur ...

Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm ...

Nýuppskorin skessujurt.Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.

Skessujurt, Lovage, Liebstöckel, Maggiurt er einnig nefnd Maggí-súpujurt af því að hún var og er ein mikilvægasta jurtin í gerð súpukrafts. Þar sem skessujurt er eins og nafnið ber með sér „stór og skessuleg“ en hún getur orðið allt að ...

Blómaskoðun í Flóanum á degi hinna villtu blóma. Ljósm. Einar Bergmundur.Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Efnisorð:

Skilaboð: