Jurtastofa Sólheima fyrirtæki
Jurtastofa Sólheima nýtir jurtir sem eru ræktaðar á garðyrkjustöð Sólheima og týndar jurtir af svæðinu. Einnig er annað hráefni lífrænt vottað og í hæsta gæðaflokki.
Sólheimar
801
Selfoss
4804400
solheimar@solheimar.is
solheimar.is
- Hluti af:
- Sólheimar - sjálfbært samfélag
Á Græna kortinu:
Vottanir og viðurkenningar:
Vottað lífrænt - Tún
Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.