Driving Sustainability ráðstefnan haldin í Reykjavík í fjórða sinn
Ráðstefnan Driving Sustainability verður nú haldin fjórða árið í röð dagana 16.-18. september nk. á Hótel Nordica.
Chris Bangle fyrrverandi hönnunarstjóri BMW, Chris Paine leikstjóri Who Killed the Electric Car?, Jim Motavalli rithöfundur og blaðamaður og “framtíðarfrömuðurinn” Rohit Talwar leggja línurnar í líflegri umfjöllun um framtíðina og hvað við getum gert í dag til að hafa jákvæð áhrif á samgöngu- og orkumál framtíðar.
„Driving Sustainability ráðstefnan er vettvangur fyrir metnaðarfullar og skynsamlegar lausnir í samgöngum sem byggja á þekkingu og skilningi á framtíðinni. Markmiðið er að nota íslenska orku í samgöngum og að Reykjavík verði þannig fyrirmynd annarra borga“, segir í tilkynningu frá aðstandendum ráðstefnunnar. Það er auðvitað vonandi að slíkt verði raunin en slíkar yfirlýsingar hafa að sjálfsögðu verið gefnar út áður en því miður gerist lítið í raunverluleikanum. Á Driving Sustainability ráðstefnunni 2008 undirritaði Össur Skarphéðinsson t.a.m. viljayfirlýsingu um samstarf við Mitsubishi-samsteypuna um innleiðingu rafmagnsbíla og þjónustunets hér á landi. Síðan hefur lítið gerst. Það er vonandi að fjórða ráðstefna Driving Sustainability verði til þess að hjólin fari að snúast á vistvænni hátt í raunveruleikanum.
Skráning á ráðstefnuna fer fram á drivingsustainability.org.
Ljósmynd: Reva rafbíllinn á fyrstu sýningu Driving Sustainability í Perslunni sem haldin var samfara ráðstefnunni 2007. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Driving Sustainability ráðstefnan haldin í Reykjavík í fjórða sinn“, Náttúran.is: 9. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/09/driving-sustainability-2010-i-reykjavik/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010