Nýja húsnæði Matarbúrs Kaju að Óðinsgötu.Matarbúr Kaju, við Kirkjubraut á Akranesi er fyrsta lífrænt vottaða verslunin á Íslandi en hún fagnar 2ja ára afmæli sínu þ. 23. ágúst 2016. Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Kaja opnaðið kaffihúsið Café Kaja, við Kirkjubraut þ. 8. júní sl. og er það í ferli til að fá lífræna vottun.

En Kaja færir út kvíarnar því þ. 13. september nk. opnar Matarbúr Kaju útibú í miðbæ Reykjavíkur, að Óðinsgötu 8b, í sama húsnæði og Frú Lauga var síðast ti húsa og er verslunin í ferli til að fá lífræna vottun.

Í Matarbúri Kaju er hægt að kaupa úrval af lífrænt vottuðum matvörum og þurrvörum í vörulínu Kaju eftir vigt og/eða í ílát sem viðskiptavinir koma með sjálfir en einnig er hægt að kaupa vörurnar pakkaðar.

Vörulínu Kaju er pakkað í umhverfisvænar umbúðir, á Akranesi og eru allar umbúðir prentaðar hér á landi og er pökkunin handvirk.

Notaðir eru „gluggalausir“ bréfpokar, þ.e. úr hreinum pappír og eru því endurvinnanlegar. Kaja kýs að nota einungis plast þegar brýna nauðsyn ber til. Í þeim tilfellum sem pakkað er í plast eru hráefnin sérlega olíurík eða viðhalda þarf réttu rakastigi.

Plastpokarnir sem Kaja notar eru nýjir af nálinni og brotna niður eftir eitt ár vegna ákveðins íblöndunarefnis. Vottunarstofan Tún hefur samþykkt pökkun í þessa tegund plasts en Vottunarstofan Tún vottar alla pökkun vörulínu Kaja en vörurnar sjálfar bera að sjálfsögðu einnig lífræna vottun.

Merki lífrænnar vottunar Vottunarstofunnar Túns.

Leiðarljós Kaja er að allir borði lífrænt, móður jörð til bóta, skapa störf hér á landi og jafnframt að bjóða gæðavörur á sanngjörnu verði. Hægt er að panta vörur til smásölu hjá Kaja organic ehf.

Sjá Kaja organic ehf hér á Græna kortinu.

Sjá Kaja á Facebook.

 


Birt:
31. ágúst 2016
Uppruni:
Kaja organic ehf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matarbúr Kaju opnar lífræna verslun í miðbæ Reykjavíkur“, Náttúran.is: 31. ágúst 2016 URL: http://nature.is/d/2016/08/21/matarbrur-kaju-opnar-lifraena-verslun-i-midbae-rey/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. ágúst 2016
breytt: 7. október 2016

Skilaboð: