Varnarefni í vínberjum
Orð dagsins 27. nóvember 2008.
Vínber innihalda iðulega töluvert magn varnarefna. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Evrópusambandsins (ESB) um varnarefnaleifar í matvælum. Í rannsókn þeirri sem skýrslan byggir á, voru m.a. tekin 2.479 sýni úr vínberjum sem seld eru í löndum ESB, svo og í Noregi, Lichthenstein og Íslandi. Varnarefnaleifar fundust í 72% vínberjanna, og í um 4,5% tilvika var magnið yfir viðmiðunarmörkum ESB. Dæmi voru um að varnarefnaleifar væru allt að 900% umfram viðmiðunarmörk fyrir börn. Samkvæmt skýrsludrögunum eru vínber þeir ávextir sem líklegastir eru til að innihalda varnarefnaleifar. Á hverju ári eru 220.000 tonnum af varnarefnum dreift yfir evrópskt landbúnaðarland, en það samsvarar um hálfu kílói virkra efna á íbúa á ári. Um 15% af þessu magni er notað í vínberjarækt.
Lesið frétt á heimasíðu náttúruverndarsamtakanna Naturskyddsföreningen í gær
Vínber innihalda iðulega töluvert magn varnarefna. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Evrópusambandsins (ESB) um varnarefnaleifar í matvælum. Í rannsókn þeirri sem skýrslan byggir á, voru m.a. tekin 2.479 sýni úr vínberjum sem seld eru í löndum ESB, svo og í Noregi, Lichthenstein og Íslandi. Varnarefnaleifar fundust í 72% vínberjanna, og í um 4,5% tilvika var magnið yfir viðmiðunarmörkum ESB. Dæmi voru um að varnarefnaleifar væru allt að 900% umfram viðmiðunarmörk fyrir börn. Samkvæmt skýrsludrögunum eru vínber þeir ávextir sem líklegastir eru til að innihalda varnarefnaleifar. Á hverju ári eru 220.000 tonnum af varnarefnum dreift yfir evrópskt landbúnaðarland, en það samsvarar um hálfu kílói virkra efna á íbúa á ári. Um 15% af þessu magni er notað í vínberjarækt.
Lesið frétt á heimasíðu náttúruverndarsamtakanna Naturskyddsföreningen í gær
Birt:
28. nóvember 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Varnarefni í vínberjum“, Náttúran.is: 28. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/28/varanrefni-i-vinberjum/ [Skoðað:10. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.