Hæfilegt er talið að prótein uppfylli 10-20% af orkuþörf einstaklinga. Prótein (einnig nefnt prótín, eggjahvíta eða hvíta) finnst einkum í matvælum eins og fiski, kjöti, mjólkurvörum og baunum.

Byggingareiningar próteina eru 20 amínósýrur sem eru mismunandi að lögun og gerð. Amínósýrum er skipt upp í 2 flokka; amínósýrur og lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þær síðarnefndu falla í þann flokk sökum þess að líkaminn getur ekki framleitt þær og því nauðsynlegt að fá þær úr fæðunni.

Því er mikilvægt að gæði eða samsetning próteina sem við neytum sé í lagi en ekki bara magnið. Hlutverk próteins í líkamanum er margþætt. Prótein eru hluti af ónæmiskerfi okkar (átfrumur), mikilvægur þáttur í boðkerfi (hormón) og virkur þátt í meltingarkerfi sem hvatar eða ensím. Einnig gegna þau mikilvægu hlutverki við flutning efna inn og útúr frumum. Prótein geta einnig þjónað sem orkugjafi þar sem líkaminn getur í svelti brotið niður prótein þannig að hluti þess skili glúkósa sem ný tist heila- og taugafrumum.

Birt:
24. apríl 2007
Tilvitnun:
Ástríður Sigurðardóttir „Prótein“, Náttúran.is: 24. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/24// [Skoðað:5. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. apríl 2010

Skilaboð: