Almannavarnadeils Ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu kl 16:55 í dag, 2. júlí:

Töluverðar líkur eru á að hlaup úr Grænalóni hefjist á næstu vikum. Vatnsborð lónsins virðist hafa náð svipaðri hæð og var fyrir síðasta hlaup úr lóninu, það varð árið 2005. Hlaup verða úr Grænalóni á nokkurra ára fresti. Algengt er að rennslí í þessum hlaupum nái um 2000 rúmmetrum á sekúndu. Hlaup úr Grænalóni standa yfirleitt í 3 til 5 daga og hámarksrennsli er oftast náð á 2 dögum. Vatnið hleypur í ána Súlu sem sameinast Núpsá í Núpsvötnum. Eins og er sameinast árnar niðurundir brú á þjóðveginum. Í Hlaupum úr Grænalóni getur farvegur Súlu breyst og hún sameinast Núpsá mun ofar en hún gerir nú.

Þegar hlaup eru úr Grænalóni getur leiðin inn í Núpsstaðaskóg lokast.

Birt:
2. júlí 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Hlaup úr Grænalóni“, Náttúran.is: 2. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/02/hlaup-ur-graeanloni/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: