Útflutningsráð Íslands boðar til fundar föstudaginn 9. janúar 2009 á Radisson SAS, Hótel Sögu, kl. 9:00-16:30, þar sem rædd verður uppbygging fuglaskoðunar í ferðaflóru landsins.

Fundurinn er boðaður í framhaldi af verkefni sem miðar að nánari samvinnu ferðaþjónustuaðila við að móta heildarsýn um hvernig efla megi hlut fuglaskoðara í flóru ferðamanna sem koma til landsins. Í þeim tilgangi fékk Úflutningsráð til liðs við sig Connie Lovel ráðgjafa, sem hefur góða reynslu af ferðamálum, auk þess að hafa tekið þátt í uppbyggingu á svipuðu verkefni á Falklandseyjum.

Á fundinum munu góðir gestir ávarpa fundarmenn, auk þess sem Connie fer yfir niðurstöður sínar og tillögur eftir að hafa heimsótt fjölda staða á síðasta ári. Þá er gert ráð fyrir að tillögur um samvinnu og samstarf aðila til frekari uppbygginar á þessu sviði liggi fyrir að fundi loknum.

Léttur hádegisverður og kaffiveitingar fyrir fundarmenn eru í boði Útflutningsráðs. Allir þeir sem hafa áhuga á uppbyggingu fuglaskoðunar á Íslandi eru hvattir til að mæta.

Nánari upplýsingar og skráning: Björn H. Reynisson bjorn@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000
Birt:
5. janúar 2009
Höfundur:
útflutningsráð
Tilvitnun:
útflutningsráð „Ferðamennska og fuglaskoðun á Íslandi“, Náttúran.is: 5. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/05/feroamennska-og-fuglaskooun-islandi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: