Umhverfisráðuneytið gerir samgöngusamninga við starfsfólk
Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar.
Samningarnir eru hluti af nýlegri samgöngustefnu ráðuneytisins og í anda umhverfisstefnu þess. Í samgöngustefnunni er einnig lögð áhersla á að notast sé við vistvæna ferðamáta í vinnu, svo sem vegna funda utan vinnustaðar. Þá verður leitast við að nýta betur möguleika til síma- og fjarfunda. Þá mun ráðuneytið standa fyrir fræðslufundum til að efla vitund starfsfólks um vistvænar samgöngur.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðuneytið gerir samgöngusamninga við starfsfólk“, Náttúran.is: 22. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/22/umhverfisraduneytid-gerir-samgongusamninga-vid-sta/ [Skoðað:10. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.