Alþjóðaleikar ungmenna hefjast með glæsilegri opnunarhátíð á morgun fimmtudaginn 21. júní kl. 17.00. Alþjóðaleikarnir verða þeir 41. í röðinni en þeir hafa verið haldnir 
árlega síðan 1968, síðast í Bangkok. Leikarnir eru fjölmennasti alþjóðlegi íþróttaviðburður sem haldin hefur verið hér á landi og má búast við um 2000 erlendum gestum vegna þeirra. Um 300 íslensk börn víðsvegar af landinu og um 900 erlend munu keppa í hinum ýmsu íþróttum á leikunum, svo og fótbolta, sundi, frjálsum íþróttum, júdó, badminton svo eitthvað sé nefnt. Leikarnir fara að mestum hluta fram í Laugardal og eru áhorfendur velkomnir á alla þætti leikanna. Aðgangur er ókeypis. Leikarnir standa svo til 24. júní eða fram á sunnudag. Vinnuskóli Reykjavíkur hefur ákveðið að fella sumargleði sína inní Alþjóðaleikana en fyrir opnunarhátíðina á fimmtudaginn ætla 2500 nemendur vinnuskólans að bjóða þeim erlendu keppendum á leikunum á sumargleði Vinnuskólans sem haldin verður við gömlu þvottalaugarnar. Þetta er ný breytni í Alþjóðaleikunum og mun væntanlega hafa áhrif á næstu hátíðir sem er að skapa vináttutengsl milli ungmenna móttökulands og gesta.
Birt:
20. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Alþjóðaleikar ungmenna í Reykjavík að hefjast“, Náttúran.is: 20. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/20/aljaleikar-ungmenna-reykjavk-hefjast/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: