VORKOMA – Tónleikar og stuðningssamkoma til styrktar nímenningunum sem ákærð eru fyrir meinta árás á Alþingi þann 8. desember 2008. Laugardaginn 15. maí, á Austurvelli kl. 14:00.

Fram koma:
Páll Óskar / Hjaltalín / KK og Ellen / Rass / Meðlimir úr Hjálmum / Ólöf Arnalds / Parabólurnar / Varsjárbandalagið / Ari Eldjárn / Vilborg Dagbjartsdóttir / Jón Atli Jónsson... og fleiri

Við níu eigum yfir höfði okkar eins til sextán ára fangelsisvist, felli dómur yfir okkur. Réttarhöldin stíga nú sín fyrstu skref og koma til með að standa um tíma. Nú hefur fjöldi listamanna ákveðið að sýna stuðning í verki og gagnrýna þá kúgun sem íslenska ríkið stendur fyrir á þeim sem þorðu að segja sannleikann um stjórnmála- og samfélagsástandið hér á landi. Fjölmargir atburðir eru í undirbúningi og fer sá fyrst fram nú á laugardaginn, 15. maí, á Austurvelli og hefst kl. 14:00.

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Miðum verður dreift með reikningsnúmeri fyrir frjáls framlög, vegna lögfræðikostnaðar nímenninganna.

Þeir sem vilja kynna sér um hvað málið snýst er bent á http://rostur.org/greinar/yfirlysing/ og krækjurnar hérna: http://www.facebook.com/posted.php?id=125939204086216

Fljótlega verður svo opnuð vefsíða tengd dómsmálinu, þar sem allt efni sem því tengist kemur til með að birtast.

Gegn kúgun íslenska ríkisins – gegn allri kúgun!

Ljósmynd: Tvö þjóðarblóm, holtasóleyjar, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
12. maí 2010
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „Vorkoma - tónleikar og stuðningssamkoma til stuðnings nímenningunum“, Náttúran.is: 12. maí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/05/12/vorkoma-tonleikar-og-studningssamkoma-til-studning/ [Skoðað:2. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: