Jörth er nýtt fyrirtæki í eigu Birnu Ásbjörnsdóttur en hún er menntaður smáskammtalæknir (hómópati) frá The College of Practical Homeopathy, London. Hún hefur einnig menntað sig í næringarþerapíu (Nutritional therapy) og einstaklingsráðgjöf (Counseling).

Jörth ehf. er staðsett að Sólheimum í Grímsnesi og framleiðir og selur náttúruvörur ásamt því að veita ráðgjöf hvað varðar hollt mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Fyrirtækið vinnur út frá strangri stefnu um umhverfisvæni bæði á framleiðslustiginu sem og í vali á innihaldsefnum og umbúðum.

Vörurnar - Smáskammtar: 
Allar jurtir eru villtar eða lífrænt ræktaðar og flestar eru þær tíndar hér á landi. Ef um sérstakar jurtir eða önnur náttúruefni er að ræða eru þau innflutt frá birgjum sem eru á svipaðri línu. 
Íslensku jurtirnar eru tíndar á ákveðnum tímum í tengslum við himintunglin en kallast sú tínsluaðferð „lífefld eða biodynamisk” (Sjá skýringar á wikipedia.org/wiki/Biodynamics). 
Þannig er kraftur jurtanna mestur og lækningamátturinn talinn meiri.  

Samsetning Smáskammta frá Jörth er einstök og ekkert í líkingu við þær sem til eru á markaði í dag.  Kenningar á bak við Smáskammtana koma úr nokkrum áttum en má nefna Smáskammtafræðin (Homeopathy), Mannspeki (Anthroposophy) og Næringarþerapíu (Nutritional Therapy).

Smáskammtafræðin er ævagömul aðferð sem notuð er til að auka lækningarmátt líkamans. Samuel Hahnemann var læknir á 17. öld sem þróaði fræðin enn frekar. Hann ásamt feirum skráðu niður áhrif efnanna og gerðu rannsóknir á sjúklingum sínum. Leitaðist hann við að meðhöndla manneskjuna á heildrænan hátt. Hahnemann lagði áherslu á að þynna út efnin eftir ákveðnum leiðum en með því yrðu áhrif þeirra enn sterkari. Þessar aðferðir eru enn notaðar í dag.

Mannspekin er sett fram af heimspekingnum Rudolf Steiner á 18. öld. Hann hafði sterka skoðun á læknisfræðinni og hvernig mætti meðhöndla manneskjuna á náttúrulegan og heildrænan máta. Hann gerði margar uppskriftir af náttúrulyfjum sem og vísaði í smáskammtafræðin til meðhöndlunar. Steiner gerði rannsóknir sínar í samstarfi við Dr. Ita Wegman og þróuðu þau mannspekilækningar og mannspekilyf í sameiningu. Mannspekilækningar eru stundaðar víða um heim af hefðbundnum læknum og eru meðal annars viðurkenndar í heilbrigðiskerfi Bretlands (NHS).

Næringarþerapían byggir á efnafræði og næringarfræði í bland við náttúrulækningar. Næringarþerapían er vísindalegt fag byggt á rannsóknum. Hún er heildræn þar sem hún leitast við að meðhöndla líkamann og manneskjuna sem heild ásamt því að komast fyrir orsök vandans. Notuð eru bætiefni sem verkfæri til viðgerðar. Umfram allt er þó lögð mikil áhersla á heilbrigt mataræði.

Ráðgjöf:
Hægt er að fá ráðleggingar bæði fyrir einstaklinga eða hópa hvað varðar mataræði og heilbrigðan lífsstíl. Hægt er að panta tíma í óþols- og næringarefnamælingu og svo eru auglýst námskeið reglulega á heimasíðunni www.jorth.is.

Grafík: Merki Jörth.

Birt:
1. desember 2009
Uppruni:
Jörth ehf
Tilvitnun:
Birna Ásbjörnsdóttir „Smáskammtar frá Jörth “, Náttúran.is: 1. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/01/smaskammtar-fra-jorth/ [Skoðað:7. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. janúar 2011

Skilaboð: