Fjaran getur verið reglulega skemmtilegur staður til að eyða deginum með fjölskyldunni. Gaman er að taka með fötu til að tína það sem þið finnið í fjörunni svo sem skeljar, þara og viðarbúta sem rekið hafa á land og fallega steina. Einnig má taka með bækur um fjöruna, skeljar, fiska eða steina og skoða hvað það var sem þið funduð. Það getur líka verið gaman að setja saman lítið listaverk. Á góðviðrisdögum er svo tilvalið að busla á tánum í sjónum. Munið þið bara að ganga vel um fjöruna.

Birt:
19. apríl 2010
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Fjöruferð“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/07/10/fjrufer/ [Skoðað:23. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. júlí 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: