Sauðamessa verður haldin í Borgarnesi 4. október næstkomandi. Dagskráin verður í senn sauðsleg og kindarleg og má því búast við því að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Fylgist með á vefnum saudamessa.is þar sem ofgnótt er af fáný tum fróðleik og allt um Sauðamessuna.

Dagskráin í stórum drátturm:

13.30 – Fjárrekstur frá Dvalarheimili aldraðra í rétt sem verður rétt við Skallagrímsgarð. Allir sem tvíþumla lopavettlingi geta valdið eru vel þegnir í rekstur og fyrirstöðu.

14.00 - 17.00 - Dagskrá á sviði í Skallagrímsgarði. Meðal atriða: Spéfuglinn Björgvin Frans, Hvanndalsbræður, Jóhann Sigurðarson leikari og söngvari, Freyjukórinn, ungi víkingurinn Þórður frá Klapparholti, Danshópurinn Sporið, Keppni í sparðatíningi, landskeppni í lærasnæðingi, smalakeppni, Veitingamenn keppa í kjötsúpugerð. ofl, ofl., ofl

Kynning á tómstundastarfi í Borgarbyggð: Æskulþðs – og tómstundanefnd Borgarbyggðar stendur fyrir sérstökum kynningardegi í tengslum við Sauðamessu. Félögum, klúbbum, kórum og öðrum  sem standa fyrir tómstundastarfi af einhverju tagi í sveitarfélaginu gefst kostur á að kynna sína starfsemi í Skallagrímsgarði.

Afþreying ýmiskonar. Skoðunarferðir á heyvagni, skroppið á bak gangnahestum, glímukennsla, leitin að nálinni í heystakknum, prjónakeppni, hrákakeppni, skeifukast, íslandsmót í vettlingatökum, Smalahundasýning, keppni í að teygja lopann, ókeypis fitumælingar og kjötflokkun og ýmiskonar afþreying önnur. Ljósmyndir, fróðleikur og bókmenntatextar tengdir sauðkindinni verða til sýnis í garðinum og víðar. Kindur.is bjóða gestum að gerast „kindavinir“

Sauðamarkaður.
Sauðamarkaður verður í sölutjöldum í og við Skallagrímsgarð. Kjötmarkaður, grænmeti, handverk ofl. ofl. ofl.

Náttúran.is kynnir m.a. Náttúrumarkaðinn, vefverslun sem sendir heilbrigðar vörur beint heim að dyrum, hvert á land sem er.
Náttúruspilin „52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“ í boði á Sauðamessutilboði. 

13.00 – 18.00 – Sýningin „Börn í Hundrað ár“ opin í Safnahúsinu við Bjarnabraut.

Leikið að legg og skel og þráður spunninn.

Fóður: Bifhjólafélagið Raftarnir hefur tekið að sér fóðrun gesta og ætlar að afgreiða gómsæta kjötsúpu á Borgarbrautinni. Frí kjötsúpa í boði fyrir alla landsmenn. Þá verða þjóðlegar kaffiveitingar til sölu í Skallagrímsgarði á vegum Sauðamessusamtakanna.

18.00 -22.00 – Étið. Allir fara heim að grilla sauð eða fara á einhvern hinna fjölmörgu veitingastaða í Borgarbyggð og fá sér lambakjöt að hætti hússins.

22.00- 02.00 - Hlöðuball. Lokapunkturinn á Sauðamessu 2008 verður Hlöðuball í nýju Reiðhöllinni á félagssvæði Skugga. Ókeypis sætaferðir úr Borgarnesi
Hljómsveitin Upplifting leikur fyrir dansi Aldurstakmark 16 ár.

Mynd af vefnum saudamessa.is.
Birt:
26. september 2008
Höfundur:
Sauðamessa
Tilvitnun:
Sauðamessa „Sauðamessa 2008“, Náttúran.is: 26. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/26/sauoamessa-2008/ [Skoðað:17. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. október 2008

Skilaboð: