Félagið Umhverfi og vellíðan heldur aðalfund sinn í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi þ. 1. nóvember nk. kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundstörf
  2. Erindi - Páll Líndal doktorsnemi í Umhverfissálarfræði.
    „Streita og umhverfi sjúkrastofnanna“.
    Í fyrirlestrinum mun Páll ræða um umhverfi sjúkrastofnana og hversu lítið er horft til sálfræðilegra þátta í því samhengi. Græn svæði kringum spítalana eru illa nýtt en þau mætti nýta miklu, miklu betur í lækningarskyni. Nálægð við græn svæði skiptir þar höfuðmáli og hönnun þeirra þarf að lúta ákveðnum reglum í því samhengi.
  3. Verkefni samtakanna kynnt; a) Guðrún Ástvaldsdóttir segir frá gróðursetningu með börnum við Engjaskóla.
    b) Morten Lange greinir frá verkefni sem unnið er í samvinnu við bíllausan lífstíl. Samtökin munu ásamt þeim standa að fegrun hluta reiðhjólastígs í Grafarvogi.
    c) Rut Káradóttir og Páll Líndal segja frá verkefni samtakanna á göngudeild Landspítalans.
    d) Auður I. Ottesen segir frá gróðursetningargjörningi með foreldrum og starfsfólki leikskólans Nóaborg, en þar voru settir niður berjarunnar og ávaxtatré.

Markmið Samtaka áhugafólks um umhverfi og vellíðan eru meðal annars að skapa vettvang fyrir umræður, fróðleik og átaksverkefni á sviði umhverfismála. Á slíkum vettvangi geta ólíkir geirar samfélagsins deilt hugmyndum og miðlað af reynslu, sem gæti leitt af sér frjóa umræðu, hvatt til rannsókna, fræðandi skrifa, fræðslu og ábendinga sem leiða til umbóta. Slíkt leiðir mögulega til hvers kyns samvinnu og samheldni, auk þess sem nýir vinklar eða forsendur skapast. Hugmyndin er að stilla saman strengi þeirra sem láta sig varða umhverfisgæði og áhrif umhverfis á vellíðan. Samtökin mynda einnig þrýstihóp með áherslu á að sjónarmið umhverfisgæða og lýðheilsu fái meira vægi í þjóðfélagsumræðunni. Samtökin hafa frá stofnun staðið fyrir ýmsum verkefnum sem tengjast umhverfi og vellíðan. Þar á meðal eru verkefni í nærumhverfi Engjaskóla í Grafarvogi, rannsókn og umhverfisbreytingar á göngudeild krabbameinsdeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, bætt umhverfi hjólreiða- stíga, berja og aldinrunnar á leiksólalóðir og verkefni sem kallast Heilnæmir garðar.

Formaður samtakanna Umhverfi og vellíðan er Auður I. Ottesen audur@rit.is.

Ljósmynd: Drengir rúlla drumbi. Gróðursetningarverkefni Guðrúnar Ástvaldsdóttur með börnum við Engjaskóla, Guðrún Ástvaldsdóttir tók myndina.

Birt:
29. október 2010
Höfundur:
Auður I. Ottesen
Tilvitnun:
Auður I. Ottesen „Umhverfi og vellíðan boðar til aðalfundar“, Náttúran.is: 29. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/29/umhverfi-og-vellidan-bodar-til-adalfundar/ [Skoðað:18. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: