Hversu miklu rusli hendum við á dag og hverju erum við aðallega að henda?

Chloe og Andres Gardner eiga 1 árs tvíbura og einn 5 ára strák. Þau henda að meðaltali á einum degi:

  • 10 bleyjum og þurrkum
  • mörgum plastpokum
  • pökkum utan af matvælum
  • pakkningum og umbúðum
  • jógúrtdósum
  • plastflöskum
  • umbúðum af Baby bell osti (vax)
  • umbúðum af hrískökum
  • kartöfluhýði og kramin vínber
  • tepokum
  • einu dagblaði


Chloe var mjög hissa. „Maður áttar sig ekki á því hversu miklu maður hendir í ruslatunnuna daglega. Það var lang mest af pökkum og umbúðum utan af matvælum. Við fengum sendingu af netinu í dag og hver hlutur var settur í sér plastpoka og allt grænmeti kemur í bakka og plast umbúðum. Þeir ættu að nota bréfpoka.“

Einnig voru bleyjur stór hluti ruslsins en þó aðallega blautþurrkur en Chloe notar þær ekki aðeins á bossann heldur líka þegar þrífa þarf hendur og andlit.

Hún segist ætla að skoða innkaupin héðan af og athuga hvort ekki sé hægt að minnka ruslið á heimilinu.

Fræðingarnir sögðu um ruslið hjá Chloe og fjölskyldu að þau ættu kannski að reyna að nota fjölnotableyjur einstaka sinnum, þær spari líka pening. Mikið af ruslinu væri endurvinnanlegt og hún þyrfti að flokka allavega hluta þess og endurvinna.Rob Sumner hendir að meðaltali á dag:

1 jurtatepoka
1 poka af brauði
1 gömul brauðsneið
3 eggjaskurnum
1 lauk hýði
1 plast umbúðum af geitaosti
1 plast umbúðum af cheddar osti
1 lárperuhýði og steinn
hálfri eggjaköku
1 kvittun
5 sígarettustubbu
6 eldhúsrúllublöðum

Rob segir að á síðust árum hafi matarvenjur hans breyst mikið til hins betra og þess vegna sé ruslið hjá honum mun minna núna en áður. Hann endurvinnur flöskur og dósir en bæjarfélagið býður ekki uppá þá þjónustu að endurvinna pappír og plast.
Hann forðast að kaupa vörur sem eru mikið innpakkaðar. Hann segir að miðað við mataræði hans fyrir nokkrum árum hefði ruslið verið fjórfalt meira þá en það er nú.

Fræðingarnir sögðu að það hefði verið hægt að jarðgera eitthvað af ruslinu eins og eggjaskurnina og laukhýðið, hann hefði getað gefið fuglunum gamla brauðið. Það er hinsvegar ekkert hægt að gera við sígarettustubba, þeir eru óendurvinnanlegir.

Það er forvitnilegt að skoða, hversu miklu við hendum daglega. Mikið af vörunum sem keyptar eru fyrir meðalheimili eru pakkaðar í óþarfa miklar umbúðir og þá mjög oft úr plasti sem ekki er alltaf endurvinnanlegt.

Á síðu Vistverndar í verki eru margar góðar hugmyndir um hvernig hægt er að minnka rusl á heimilinu.

Það er einnig góð hugmynd fyrir fjölskylduna að taka sig saman og fylgjast með neysluvenjum fjölskyldunnar. Sjá skemmtilegt verkefni á náttúran.is

Hluti greinarinnar er tekin úr grein frá The Guardian

Birt:
11. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Hið daglega rusl“, Náttúran.is: 11. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/11/daglegt-rusl/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: