Miðvikudaginn 29. september, kl. 12:00-13:00 stendur Eþikos, miðstöð Íslands um samfélagsábyrgð og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, fyrir málþingi um áhættustýringu fyrirtækja og umhverfismál í í sal Þjóðminjasafns Íslands

Aukin áhersla á umhverfismál hefur óhjákvæmilega áhrif á viðskipta- og lagaumhverfi fyrirtækja. Nauðsynlegt er að þau búi sig undir að mæta nýjum kröfum og geti nýtt sér tækifæri sem geta falist í þessum breytingum.

Á málþinginu verður fjallað um leiðir og tæki til stjórnunar sem fyrirtæki geta notað til að vera ábyrgari í umhverfismálum og búið sig þannig undir breytta tíma. Sjá nánar ágrip af fyrirlestri hér að neðan (á ensku).

Fyrirlesarinn, Dr. Paul Martin, er prófessor í lögum við University of New England í Ástralíu og stýrir þar þverfræðilegri stofnun, the Australian Centre for Agriculture and Law. Prófessor Martin hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu, ekki síst af sviði nýsköpunar og hátækni. Hann hefur ritað fjölda fræðigreina á sviði laga, umhverfismála og sjálfbærrar þróunar og er m.a. annar höfundur bókarinnar 'Sustainability Strategy' sem fjallar um leiðir fyrirtækja og stofnana til sjálfbærni.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Um fyrirlesturinn:

Corporate Risk Governance and the Environment
The focus of the talk is to outline some emerging developments at the intersection between corporate risk and governance. Key matters to be outlined are

The concept of policy risk: what does this mean? Three categories (political risk, implementation risk and 'spillovers'), and the implications for businesses in analysing and responding to law and public policy.
The increasing relevance of environmental public policy to commerce.
The concept of strategic risk governance in the investment sector: meaning and some of the key developments. Relevance to recent events including the Global Financial Crisis. Some reflections on the demonstrated need for better systems for investment strategic risk governance, and the interest of both willing and unwilling "investors".
Key question to be addressed: how actively and well does the business sector deal with public policy risk governance? What methods are used, and how effective are they likely to be? What does business need to be better prepared through policy intelligence, analysis and response?

Birt:
24. september 2010
Uppruni:
Eþikos
Tilvitnun:
Páll Ásgeir Davíðsson „Áhættustýring fyrirtækja og umhverfismál“, Náttúran.is: 24. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/24/ahaettustyring-fyrirtaekja-og-umhverfismal/ [Skoðað:17. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: