Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna EPA lýsti því yfir í dag að útblástur gróðurhúsalofttegunda ógnaði heilsufari manna og lífsskilyrðum, bæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir.

Í yfirlýsingu EPA sagði að útblástur gróðurhúsaloftegunda hefði aukist af mannavöldum og ætti líklega þátt í hlýnun jarðar. Þáttur vélknúinna farartækja væri þar stór.

EPA sagði að niðurstöður þessar leiddu ekki sjálfkrafa til setningu laga og reglna, en líkur á því ertu taldar hafa aukist vegna yfirlýsingar stofnunarinnar.

Sjá nánar á vef Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna

Birt:
17. apríl 2009
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Gróðurhúsalofttegundir hættulegar“, Náttúran.is: 17. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/17/groourhusalofttegundir-haettulegar/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2009

Skilaboð: