Orð dagsins 28. maí 2008

Kolefnisfótspor innfluttra matvæla getur verið um 100 sinnum stærra en fótspor matvæla sem upprunnin eru úr næsta nágrenni. Í athugun á vegum háskólans í Nottingham í Englandi var borin saman losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings hráefna í mismunandi rétti á 40 veitingastöðum í London. Í þeim tilfellum þar sem hráefnin voru upprunnin utan Evrópu var losun á hverja máltíð um 5 kíló af koltvísýringi, en aðeins 51 gramm ef hráefnin voru fengin úr heimahéraðinu.
Lesið frétt Planet2025 News Network 23. maí sl.

Birt:
28. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kolefnisfótspor stækkar í samræmi við fjarlægð framleiðslustaðar“, Náttúran.is: 28. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/29/kolefnisfotspor-staekkar-i-samraemi-vio-fjarlaego-/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. maí 2008

Skilaboð: