Viðtal við Guðrún Tryggvadóttur stofnanda og framkvæmdastjóra Náttúran.is var að fara í loftið á Everydaystories.be en þar er sagt frá venjulegu fólki sem lifir óvenjulegu og framúrskarandi lífi. Ólöf Guðbjörg Söebech er stofnandi vefsins Everydaystories.be en hún kom ásamt kvikmyndatökumanni til Ísland í maí sl., sérstaklega til að taka upp viðtalið auk viðtals við Sóleyju Elíasdóttur. Verkefnið er styrkt af Norræna menningarráðinu.

Everydaystories.be segir sögur af fólki sem gefur innblástur, fólki sem býr í evrópskum borgum og sem hefur fundið sínar eigin leiðir til að lifa sjálfbæru og gefandi lífi í hversdagslífinu

Um Everydaystories.be

Við vitum mjög mikið um þær umhverfislegu og félagslegu áskoranir sem blasa við okkur.Við vitum að neyslusamfélag nútímans og sá lífsstíll sem því tilheyrir er ekki að gera okkur hamingjusamari.
Þetta skiptir okkur máli og við viljum geta breytt einhverju, en hvernig?
Hvað er gefandi og sjálfbært líf? Og hvernig komumst við þangað?

Everydaystories.be segir sögur af raunverulegu fólki sem er að gera raunverulega hluti. Við hefjum ferðina í borgum og bæjum Belgíu en færum okkur síðan til annarra þéttbýlissvæða Evrópu. Við fylgjumst með fólki sem lifir dags daglega á gefandi og sjálfbæran hátt. Allt er þetta fólk persónur sem geta hvatt okkur áfram, fólk sem fylgir hugmyndinni um sjálfbærni í flestum sínum gjörðum, lífi, starfi og á ferðalögum. Enn fremur eru þessir einstaklingar ekki á jaðrinum, ekki fólk sem er að fórna sjálfu sér, ekki "umhverfishippar" heldur venjulegt fólk sem lifir venjulegu lífi. Allt þetta fólk hefur mikla og áhugaverða sögu að segja okkur og það deilir henni með okkur hérna.

Sjá viðtalið á Everydaystories.be.
Sjá Facebook síðu Everydaystories.be.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir, af everydaystories.be.

Birt:
2. september 2013
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Viðtal við stofnanda Náttúran.is“, Náttúran.is: 2. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/02/vidtal-vid-stofnanda-natturan/ [Skoðað:21. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: