Við hlýindin undanfarna daga hefur snjó tekið upp á norðan- og austanverðu landinu ásamt Vestfjörðum og hluta af Suðurlandi. Síðastliðinn vetur var sá snjóþyngsti síðan 1995 með snjókomu fram undir lok maí. Í upphafi þessarar viku hlýnaði snögglega á Norður- og Austurlandi, eftir langvarandi kuldatíð, svo flóð komu í árnar við snjóbráðnun. Upp úr miðnætti í dag fór rennslið í Skjálfandafjóti í 680 m3/s við Aldeyjarfoss. Þetta er stærsta vorflóð í Skjálfandafljóti síðan 1995. Til samanburðar er meðalársrennsli Skjálfandafljóts 50 m3/s.
Næstu daga er spáð 15 til 20 stiga hita yfir daginn á nær öllu Norðurlandi svo búast má við áframhaldandi vatnavöxtum vegna snjóbráðnunar. Á sama tíma er varað við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum þar sem snjór bráðnar hratt segir í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Birt:
5. júní 2013
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Vatnavextir í ám og skriðuföll“, Náttúran.is: 5. júní 2013 URL: http://nature.is/d/2013/06/05/vatnavextir-i-am-og-skridufoll/ [Skoðað:3. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: