Seyðing er sú aðferð sem notuð er til þess að laga seyði úr harðgerðum plöntuhlutum, t.d. rótum berki og fræi. Seyði er notað á sama hátt og te.

Seyðing Setjið jurtirnar í pott (notið aldrei álpotta.) Hellið yfir þær köldu vatni. Lokið pottinum og látið suðuna koma hægt upp. Sjóðið vatnið við vægan hita í 15-20 mínútur. Takið pottin af hellunni og látið standa í aðrar 10 mínútur með lokinu á. Sigtið gegnum bómullargrisju og vindið jurtirnar vel til þess að ná sem mestum krafti úr þeim. Geymið seyðið í lokuðu íláti í kæliskáp ef seytt er til meira en eins dags í einu.

*Yfirleitt tapast um þriðjungur vatnsins í suðunni, þannig að ef að búa á il seyði til þriggja daga skal nota 1,3 l af vatni á móti 100 g af þurkkuðum jurtum eða 300 g af ferskum jurtum. Skammtar fyrir fullorðna eru 1 dl þrisvar á dag.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Seyði“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/seyi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: