Dynkur í Þjórsá. Ljósm. Árni Tryggvason.Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í samvinnu við Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi.

Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar, sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra, auk þess sem fjallað verður um reynsluna af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ókeypis er á ráðstefnuna og hún opin öllum. Skráning fer fram í gegnum steinar@natturuvernd.is

Dagskrá:

Föstudagur 26. febrúar

  • 13:15-13:25 Ráðstefnustjóri - Dr. Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða
  • 13:25-13:35 SETNING - Frú Vigdís Finnbogadóttir
  • 13:35-13:50 Miðhálendið: Þjóðarverðmæti ekki síður en ál og þorskur- Prófessor Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og í stjórn Ferðafélags Íslands
  • 13:50-14:10 Upplifun af íslensku landslagi-Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt, LHÍ
  • 14:10-14:35 Verkefni Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar og verkefni listnema LHÍ kynnt - Fulltrúi Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar

14:35-14:55 KAFFI

  • 15:00-15:15 Hvergi betra að vera: Um upplifun útivistarfólks - Linda Udengård, leiðsögumaður og í stjórn ferðafélagsins Útivistar.
  • 15:15-15:25 Hálendið: Ímynd og fjársjóður ferðaþjónustunnar - Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri og í stjórn SAF
  • 15:25-16:10 The Icelandic Highland: Analog for Planet Mars and Research - Dr. Christopher Hamilton (HiRise-team)
  • 16:10-17:10 Tónlist og léttar veitingar - Veggspjaldasýning Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar og listnema

Laugardagur 27. febrúar

  • 10:30-10:35 Ráðstefnustjóri - Guðrún Pétursdóttir
  • 10:35-11:00 Verndun náttúrugæða hálendisins: mikilvægi þekkingar og fræðslu - Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands
  • 11:00-11:25 Landslag og náttúra: Einstök smíð - Þóra Ellen Þórhallsdóttir, próf. HÍ
  • 11:25-11:50 Jarðfræði og minjar á heimsvísu - Magnús T. Guðmundsson, próf. HÍ

12:00-13:00 HÁDEGISMATUR

  • 13:00-13:15 Þjóðgarður sem driffjöður atvinnu- og byggðaþróunar - Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga og í svæðisráði N-svæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
  • 13:15-13:30 Vatnajökulsþjóðgarður: Bakhjarl ferðaþjónustu - Páll Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Laugarfellsskála á Austurlandi
  • 13:30-14:15 “Economic and Health Benefits of National Parks – experiences from Finland”-Joel Erkkonen, Senior Advicer, Metshallitus Parks & Wildlife, Finland.
  • 14:15-14:45 UMRÆÐUR/PALLBORÐ

Sjá viðburðinn á Facebook.


Birt:
11. febrúar 2016
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Miðhálendið - einn mesti fjársjóður landsins“, Náttúran.is: 11. febrúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/02/11/midhalendid-einn-mesti-fjarsjodur-landsins/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. febrúar 2016

Skilaboð: