Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2014

Merki vottunarkerfis Greenroad.Umhverfisvænir vegir (The Greenroads® Rating System) er bandarískt kerfi þar sem mat er lagt á hversu umhverfisvænir vegir og tengd mannvirki (t.d. brýr og göngustígar) eru ásamt því sem lögð er áhersla á umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir í hönnun og framkvæmd. Þetta kerfi er sambærilegt og LEED (Leadership in Energy and Environmental Design) kerfið sem tileinkað er byggingum.
Tilgangur þessa verkefnis er að kynna Green roads matskerfið og hvernig það er notað í Bandaríkjunum. Einnig er skoðað hvernig kerfið er notað í löndum utan Bandaríkjanna og hvort aðlögun sé gerð fyrir tiltekið land.  Markmið verkefnisins er að kanna hvort það sé fýsilegur kostur að nota þetta kerfi fyrir verkefni Vegagerðarinnar í framtíðinni. 

(Útdráttur úr skýrslu HNITS, unna fyrir Vegagerðina í sept. 2014)

Sjá skýrsluna í fullri lengd á vegagerdin.is.

 

Birt:
17. apríl 2015
Höfundur:
Vegagerðin
Tilvitnun:
Vegagerðin „Umhverfisvænir vegir“, Náttúran.is: 17. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/17/umhverfisvaenir-vegir/ [Skoðað:24. febrúar 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: