Markmið: Að nemendur æfi samhæfingu handa og hugar. Að nemendur æfist í sundurgreiningu orða á skemmtilegan hátt.

Aldursmörk: Frá 5 ára

Leiklýsing:

Leikurinn byggist á þulu:

Einn sjómaður fór til …,
til að læra orðið …,
en þegar hann fór til …,
þá var þar bara …

Orðið sem fer í eyðurnar er sagt þrisvar sinnum. Dæmi: Hallgrímskirkja. e

Einn sjómaður fór til Hall, Hall, Hall,
til að læra orðið Hall, Hall, Hall,
en þegar hann fór til Hall, Hall, Hall,
þá var þar bara Hall, Hall, Hall,

Einn sjómaður fór til gríms, gríms, gríms,
til að læra orðið gríms, gríms, gríms,
en þegar hann fór til gríms, gríms, gríms,
þá var þar bara gríms, gríms, gríms

Einn sjómaður fór til kirkja, kirkja, kirkja,
til að læra orðið kirkja, kirkja, kirkja,
en þegar hann fór til kirkja, kirkja, kirkja,
þá var þar bara kirkja, kirkja, kirkja

Einn sjómaður fór til Hall, Hall, Hall,
til að læra orðið gríms, gríms, gríms,
en þegar hann fór til kirkja, kirkja, kirkja,
þá var þar bara Hallgrímskirkja

Leikurinn fer þannig fram að tveir þátttakendur sitja eða standa andspænis hvor öðrum. Annar byrjar með lófana niður og hinn með lófana upp og saman eiga þeir að klappa þuluna og sýna látbragð fyrir orðið sem sett er í eyðurnar, dæmi:

hall = halla undir flatt í hvert skipti sem orðið er sagt.

Birt:
24. maí 2014
Tilvitnun:
Guðrún Erla Magnúsdóttir „Sjómaður“, Náttúran.is: 24. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/24/sjomadur/ [Skoðað:3. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: