Markmið: Hlustun, viðbrögð, hreyfing, snerpa, athyglisgáfa, skemmtun.

Aldursmörk: Frá 4 ára

Gögn: Bolti, poki með fatnaði, tónlist.

Leiklýsing: Leikurinn felst í því að nemendur sitja í hring á gólfinu. Kennari leikur tónlist og á meðan láta nemendur bolta ganga á milli sín (alltaf sama hringinn). Án fyrirvara stöðvar kennarinn tónlistina og nemandinn sem þá er með boltann þarf að draga flík upp úr pokanum og klæða sig í hana. Leiknum er lokið þegar pokinn er tæmdur og sá sigrar klæðst hefur fæstum flíkum.

Útfærsla: Afbrigði af þessum leik nefnist Kústadans. Þá standa nemendur í hring, hreyfa sig í takt við tónlistina og láta kúst ganga á milli sín.

Í stað þess að láta nemendur klæða sig í flík er einnig hægt að láta þann vera úr leik sem heldur á bolta eða kústi þegar tónlistin hættir. Þá verða alltaf færri og færri eftir og leikurinn getur orðið meira spennandi.

Birt:
14. maí 2014
Tilvitnun:
Lára Eymundsdóttir „Að láta boltann ganga“, Náttúran.is: 14. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/14/ad-lata-boltann-ganga/ [Skoðað:13. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: