Markmið: Að fá nemendur til að búa til málfræðilega réttar setningar.

Aldursmörk: Frá 10 ára

Gögn: Eitt A4 blað með nokkrum setningum klippt niður í miða, þannig að eitt orð sé á hverjum miða (gott að hafa letrið í stærra lagi).

Leiklýsing: Þessi leikur hentar fyrir þriggja til fimm manna hópa. Sniðugt er að hafa tvo eða fleiri hópa og láta þá keppa sín á milli. Fjöldi setninganna fer eftir getu hópsins. Dæmi um setningar geta verið

Ég drekk kaffi á morgnana
Þú ferð stundum með mér í bíó
Gunnu finnst gaman í sundi
Stjáni er duglegur að vinna
Stína æfir sig oft á fiðlu
Hanna syngur og dansar vel
Þór og Eva horfa saman á sjónvarpið í kvöld

Leikurinn fer þannig fram að hóparnir reyna að smíða réttar setningar og síðan skrifar annað hvort einn nemandinn í hópnum eða kennarinn setningarnar á töflu. Síðan er farið yfir setningarnar með nemendunum og talið hve margar réttar setningar hver hópur hefur smíðað. Sá hópur sem hefur sett saman flestar réttar setningar vinnur.

Útfærsla: Hægt er að búa til spurningar í stað venjulegra setninga, hafa mismargar setningar og misflóknar að gerð, allt eftir getu nemendanna. Að sjálfsögðu er svo hægt að nota leikinn við kennslu annarra tungumála en íslensku.

Birt:
14. maí 2014
Tilvitnun:
Hólmfríður Gestsdóttir, Soffía Bæringsdóttir „Setningapúsl“, Náttúran.is: 14. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/14/setningapusl/ [Skoðað:14. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: