Markmið: Efla náttúrufræðiþekkingu, einbeitingu, minni og hugmyndaflug.

Aldursmörk: Frá 8 ára

Gögn: Baunapoki.

Leiklýsing: Þátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn situr inni í hringnum og heldur á baunapoka. Hann kastar pokanum til einhvers í hringnum og segir: Jörð!, Vatn!, Loft!, eða Eldur! Ef hann segir Jörð! þarf sá sem grípur pokann að nefna eitthvert landdýr áður en sá sem situr í miðjunni nær að telja upp að tíu. Ef hann segir Vatn! á sá sem grípur að nefna einhvern fisk, ef hann segir Loft! þá skal nefna fugl og ef hann segir Eldur! þá á að flauta hljóð brunabíls.

Athugið að þegar ákveðið dýr hefur verið nefnt, þá má ekki nefna það aftur. Ef sá sem grípur nær ekki að nefna dýr innan tíu sekúndna á hann að skipta um hlutverk við þann sem situr í miðjunni og kasta pokanum.

http://leikjavefurinn.is/jord-vatn-loft-eldur/

Birt:
14. maí 2014
Tilvitnun:
Valerður Stefánsdóttir „Jörð – Vatn – Loft – Eldur“, Náttúran.is: 14. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/14/jord-vatn-loft-eldur/ [Skoðað:14. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: