Tiltölulega algengt er að vörur til daglegra nota innihaldi hættuleg efni umfram leyfileg mörk. Þetta er ein helsta niðurstaðan úr athugunum sem Efnaeftirlit Svíþjóðar (Kemikalieinspektionen) hefur gert í tilefni þarlends átaks undir yfirskriftinni „giftfri vardag“. Í framhaldi af þessu hefur stofnunin m.a. lagt fram kærur vegna óleyfilegs efnainnihalds í 12% af þeim 260 mismunandi leikföngum sem skoðuð voru. Sama gildir um 11% af 128 tegundum rafeindatækja. Þetta eru mun fleiri frávik en forsvarsmenn stofnunarinnar höfðu átt von á. Þá hefur stofnunin sent tillögur til Evrópusambandsins um bann og aðrar aðgerðir vegna 12 mismunandi efnasambanda. Stofnunin telur efnainnihald í vörum vera vaxandi vandamál, auk þess sem vinna þurfi markvisst gegn efnamengun drykkjarvatns og huga sérstaklega að efnum í nánasta umhverfi barna.
(Sjá frétt á heimasíðu Kemikalieinspektionen 6. febrúar).

Grafík: Eiturefnamerki Náttúrunnar, Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
12. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eiturefni í vörum vaxandi vandamál“, Náttúran.is: 12. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/12/eiturefni-i-vorum-vaxandi-vandamal/ [Skoðað:4. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: