Fjörutíu dögum eftir upprisuna steig Jesús upp til himna, segir í Nýjatestamentinu. Þetta gerðist því eðliega á fimmtudegi. Í elstu ritum íslenskum hetiri þessi stund ýmist uppstigningardagur eða uppstigudagur.

Ekki er vitað um neina veraldlega siði á Íslandi í sambandi við þennan dag, þótt talsvert sé til um slíkt úti í Evrópu og sumt harla skondið. Varla er ástæða til að nefna uppstingardagshretið, því að vorhretin voru svo mörg kennd við einstaka daga. En úti í Evrópu þóttust menn víða búast við þrumu eða a.m.k. hellidembu nákvæmlega á þeirri stundu, þegar Jesús setti gat á festinguna sem regnið steyptist niður um einsog flóðgátt.

Annað uppátæki, sem á að hafa tengsl við flug Krists til himna, er að borða sérstaklega fuglakjöt á þessum degi. Fullyrtu menn, að slíkt væri Guði þóknanlegt. Loks hafa karlmenn sumstaðar í Þýskalandi búið sér til þann helgisið að hella sig sætkennda þennan dag öðrum fremur og á það að standa í sambandi við hellidembuna, sem áður var getið. Er þá dagurinn kallaður herradagur.

Mynd: Ikon, óþekktur höfundur, ilianrachov.com, myndefni; upprisa Jesú krists.

Birt:
9. maí 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Uppstigningardagur“, Náttúran.is: 9. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/uppstigningardagur/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 17. maí 2013

Skilaboð: