RIFF – Kvikmyndahátíðin í Reykjavík – sýnir margar heimildamyndir sem tengjast umhverfismálum, eins og við höfum þegar greint frá, sjá frétt. Leikstjórar tveggja myndanna verða viðstaddir sýningar mynda sinna og munu svara spurningum úr sal.

Leikstjóri Vetrarhirðingjanna (Winter nomads) og annar smalanna sem myndin fjallar um verða viðstaddir tvær sýningar á myndinni: 1. október og 3. október, í bæði skiptin í Háskólabíói kl. 20. Þessi svissneska mynd fylgist með smölunum Pascal og Carole reka 800 kindur mörg hundruð kílómetra í marga mánuði yfir gullfallegt landslag í Ölpunum.

Wendy J. N. Lee, leikstjóri myndarinnar Pad Yatra, the Green odyssey, verður viðstödd sýningu þann 29. september kl. 17:15 í Bíó Paradís. Myndin lýsir ævintýraför 700 einstaklinga sem fóru um Himalaya-fjöllin með það fyrir augum að bjarga jökullendinu sem nú er á vonarvöl vegna gróðurhúsaáhrifanna. Göngugarparnir sýna umhverfinu samkennd með því að ganga þorp úr þorpi og kenna með góðu fordæmi. Þeir lifa af slys, veikindi og hungur og standa að lokum uppi með hálft tonn af plasti á bakinu. Þannig hefst græn bylting uppi við þak heimsins sem á sér engan líka.

Ljósmynd: Efri; Úr Winter nomads, neðri; úr Pad Yatra, the Green odyssey.

Birt:
18. september 2012
Höfundur:
RIFF
Tilvitnun:
RIFF „Spurt og svarað um umhverfismyndir á RIFF“, Náttúran.is: 18. september 2012 URL: http://nature.is/d/2012/09/18/spurt-og-svarad-um-umhverfismyndir-riff/ [Skoðað:8. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 19. september 2012

Skilaboð: