Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS eru þessa dagana að taka við umsóknum fyrir skemmtilegt verkefni í Botassart í Belgíu sem mun fara fram 3. – 15. september næstkomandi. Verkefnið er ætlað ungmennum á aldinum 18-25 ára sem hafa áhuga á útivist, umhverfisvernd og vistvænum lífstíl. Aðeins 2 sæti eru laus í þessa ferð!

Í verkefninu munu þátttakendur meðal annars hjálpast að við að byggja vindmyllu til rafmagnsframleiðslu og nýta sólarorku til að hita sturtuvatn. Þátttakendur munu einnig miðla fræðslu til almennings, meðal annars með skrifum á bloggsíðu, í von um að auka vitund samfélagsins um umhverfisvernd.

Á svæðinu eru margar fallegar gönguleiðir sem þátttakendur geta nýtt sér auk þess sem farið verður í skoðunarferðir um svæðið. Ungmennaskiptin eru styrkt af Youth in Action áætlun Evrópusambandsins. Þátttakendur fá 70% ferðaskostnaðar endurgreiddan, þó að hámarki 420 evrur, eftir heimkomu auk þess sem þeim er séð fyrir fæði og húsnæði á meðan að verkefninu stendur.

Nánari upplýsingar um verkefnið og ungmennaskipti SEEDS er að finna á heimasíðu ungmennaskipta SEEDS (smella hér).

Ljósmynd: Frá Botassart í Belgíu.

Birt:
27. ágúst 2012
Tilvitnun:
Unnur Silfá Eyfells „Ungmennaskipti í Belgíu, á umhverfisvænum nótum“, Náttúran.is: 27. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/27/ungmennaskipti-i-belgiu-umhverfisvaenum-notum/ [Skoðað:8. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: