Ítalski stjörnufræðingurinn Galileo Galilei var einna fyrstur manna til þess að nota sjónauka til að skoða sólkerfið. Hann uppgötvaði hin fjögur stærstu tungl Júpíters og ennfremur uppgötvaði hann að tunglin snérust í kringum Júpíter en ekki jörðina, en sú uppgötvun markaði tímamót innan stjörnufræðinnar. Síðan hafa merkir stjörnufræðingar notað sjónauka til að rannsaka alheiminn, og  önnur stór uppgötvun varð þegar Edwin Hubble uppgötvaði með hjálp sjónaukans og aðstoðarmanns síns að alheimurinn er að þenjast út.

Sjónaukinn er aðalhjálpartæki stjörnufræðinga í dag, og sífellt eru sendir stærri og fullkomnari sjónaukar á braut um jörðu. Með hjálp sjónaukans hafa stjörnufræðingar uppgötvað að alheimurinn þenst sífellt hraðar og hraðar út, uppgötvun sem er enn ekki að fullu útskýrð og sem kom mörgum a óvart. Alheimurinn virðist vera enn stórkostlegri og furðulegri en við mennirnir höfum nokkru sinni getað ímyndað okkur til þessa. Hann heldur áfram að koma okkur á óvart.

Á vefnum stjornufraedi.is eru góðar leiðbeiningar um stjörnufræði og stjörnuskoðun fyrir byrjendur.

Birt:
1. janúar 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Sjónauki“, Náttúran.is: 1. janúar 2012 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/sjonauki/ [Skoðað:19. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júní 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: