Skríllinn gegn ákæruvaldinuSamstöðuatburður með nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi verður haldin í Nýlistasafnið (NÝLÓ) – Skúlagötu 28, laugardaginn 3. júlí kl. 17:00.

Fram koma eftirfarandi tónlistar- og myndlistarmenn, skáld og rithöfundar: Kristín Eiríksdóttir, Magnús Pálsson, Libia Castro og, Ólafur Ólafsson, Sara Björnsdóttir, Reykjavík! Jón Örn Loðmfjörð, Katrín Ólafsdóttir, Perspired by Iceland, Arnljótur Sigurðsson, Einar Már Guðmundsson, Birna Þórðardóttir, Rúst! , Örn Karlsson, Una Björk Sigurðardóttir, Rakel McMahon, Katrín I Jónsdóttir, Hjördísardóttir Hirt, Ragnar Kjartansson, Ásmundur Ásmundsson, Ingólfur Gíslason, Páll Haukur Björnsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Egill Sæbjörnsson og Hrafnkell Sigurðsson.

Eðli kerfisins samkvæmt komum við eins og kölluð, gelgreidd og geld, er valdstjórnin hrópar. Afhendum handstöngla okkar blíðlega, krjúpandi, lútandi, og bjóðum allar hinar kinnarnar þegar ákæruvaldið kallar. Leggjumst hljóðlega niður, berbrjósta á naglabrettið, og biðjum pent: Kæru herrar – vinsamlegast misþyrmið!

En skríllinn er ekki skríll fyrir ekki neitt. Og þó sverð okkar liggi oft í slíðrum, rykfalli og safni árum, af diplómatískum sjálfsdáleiðsluhefðum, og þó tennur okkar virðist grána eftir því sem vörunum er lengur haldið saman, þá eru sverðin ennþá beitt og tennurnar hvassar. Skríllinn hefur engu gleymt, hann kann enn að slá á móti!

Hlýðni er ekki dyggð og þegnleg kurteisi framkallar ekkert nema falsaða ljósmynd af friðarsvæði, þar sem enginn fær að sjá það sem býr handan linsunnar. Það er löngu kominn tími til að snúa spilunum við. Seinni hálfleikur er að hefjast og línurnar eru skýrari en áður: Nú er það skrílinn gegn ákæruvaldinu!

Sjá einnig www.rvk9.org.

Birt:
30. júní 2010
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „Skríllinn gegn ákæruvaldinu“, Náttúran.is: 30. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/30/skrillinn-gegn-akaeruvaldinu/ [Skoðað:2. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: