Fimmtudaginn 11. ágúst kl. 20 verður boðið upp á fræðslugöngu um Grasagarðinn þar sem skipulag garðsins og ný stækkun verða kynnt.

Í ár fagnar Grasagarður Reykjavíkur 50 ára starfsafmæli en garðurinn var stofnaður 18. ágúst 1961 og skipar garðurinn stóran sess í garðsögu Íslands. Garðurinn hefur þróast mikið á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun hans. Í upphafi voru safngripirnir aðeins 200 talsins á 700 fm svæði. Nú er Grasagarðurinn rúmlega 5 ha að stærð og í honum eru um 5000 tegundir plantna í átta safndeildum. Nýjasta viðbót garðsins er 2,4 ha stækkun á trjásafni þar sem tjáplöntum er raðað saman eftir uppruna. Hugað er að nýjum safndeildum á nýja svæðinu, auk fjölbreytileikans í starfsemi Grasagarðsins.
Hönnuður nýja trjásafnsins, Margrét Sigurðardóttir, landslagsarkitekt FÍLA og verkefnisstjóri hönnunar hjá Umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar, sér um leiðsögn.

Þátttaka er ókeypis. Að göngu lokinni verður boðið upp á piparmintute.
Mæting er við aðalinngang kl. 20.

ATH! Auk fræðslugöngunnar á fimmtudaginn verður í ágúst boðið upp á stuttar vikulegar fræðslugöngur um garðinn alla föstudaga kl. 13. Umsjón með þeim hefur Hildur Arna Gunnarsdóttir.

Birt:
10. ágúst 2011
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Fræðsluganga um skipulag Grasagarðs Reykjavíkur“, Náttúran.is: 10. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/10/fraedsluganga-um-skipulag-grasagards-reykjavikur/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: