Linda Pétursdóttir, heilsuráðgjafi í Washington DC í samvinnu við Mann Lifandi, kynnir "tíu daga hausthreinsun".

Um er að ræða tíu daga milda hreinsun með hollustufæði þar sem þú hlúir daglega að eigin líkama og sál. Á námskeiðinu lærir þú hver máttur heilsufæðis er og hvernig neysla þess hefur jákvæð áhrif á vellíðan þína. Á námskeiðinu er enginn skortur á mat. Leyfilegt er að borða grænmeti af öllu tagi, ávexti, hnetur, fræ, baunir, heilkorn og sjávarsöl; en sneitt hjá öllum unnum mat, kjöti, fiski, mjólkurvörum, eggjum, glúteini, koffíni, sykri, soja, og maís.

Ef þú upplifir eitt eða fleiri af eftirfarandi þáttum:

- Orkuleysi,
- ert sólgin(n) í sykur og/eða koffín,
- lifir á óhollu mataræði,
- finnst þú of þung(ur),
- færð reglulega höfuðverk,
- ert með verki í liðum,
- færð oft í kvef eða aðrar umgangspestir.

… þá er tími til kominn að heilsa haustinu með tíu daga hreinsun, stendur í fréttbréfi frá Manni lifandi.
Nánar um námskeiðið á vef Manns lifandi.

Birt:
8. ágúst 2011
Höfundur:
Maður lifandi
Tilvitnun:
Maður lifandi „Tíu daga innri hausthreinsun“, Náttúran.is: 8. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/08/tiu-daga-innri-hausthreinsun/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: