Á næstu dögum kemur í ljós hvenær aðalmeðferð í máli ríkisins gegn nímenningunum fer fram. Að öllum líkindum verða það þrír dagar í röð um miðjan eða í lok janúar 2011, frá 9:00 til 17:00 alla þrjá dagana.

Fari svo að nímenningarnir þurfi að greiða lögfræðikostnað vegna málsins er ljóst að þær upphæðir verða gífurlegar. Þar að auki hefur baráttan fram til þessa kostað einhvern pening og mun gera það áfram. Meðal annars stendur til að prenta fleiri eintök af enskum bæklingi um málið sem nýlega var dreift í London, svo hægt sé að dreifa honum víðar. Það er aðeins eitt dæmi um kostnað sem fylgir því að halda uppi vörnum í málinu utan dómsalarins.

Nú þegar styttist í aðalmeðferðina óskum við eftir frekari fjárstuðningi svo nímenningarnir og stuðningsmenn þeirra geti beitt lágmarks vörnum gegn þessari fólskulegu árás íslenska ríkisins.

Stofnaður var stuðningssjóður í tilefni tónleika sem fóru fram á Austurvelli í maí sl. Hann er enn í notkun og eru upplýsingar um hann hér að neðan:

Reikningsnúmer: 513-14- 600812
Kennitala: 610174-4189

Sjá nánar um nímenningana á Wikipediu og á stuðningsíðu þeirra á rvk9.org.

Ljósmynd: Stilla úr myndbandi eftirlitsmyndavélar Alþingis.

Birt:
19. nóvember 2010
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „Ákall um fjárstuðning vegna baráttu nímenninganna“, Náttúran.is: 19. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/19/akall-um-fjarstudning-vegna-barattu-nimenninganna/ [Skoðað:3. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: